Dagur í lífi... Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners 16. október 2007 16:26 Klukkan tvö síðdegis á mánudaginn skaust Gísli út í bakarí að kaupa sér morgunmat. Á leiðinni í bílnum sinnti hann vinnusímtölum, enda dagurinn erilsamur. Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki. Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki.
Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira