3. kynslóð farsíma 12. desember 2007 00:01 Hægt er að sitja úti í snjónum og leika sér á netinu innan dreifikerfisins. Ljóst er að nokkur samkeppni verður um hylli símnotenda í þriðju kynslóðar kerfinu. Þrjú fyrirtæki bítast um fólk: Síminn, Vodafone og Nova, sem er nýr aðili á símamarkaði hérlendis. Í þriðju kynslóðinni felst fyrst og fremst að hægt er að flytja meira gagnamagn en áður í farsíma auk þess sem dreifikerfin bjóða upp á að fólk geti komist á netið í hefðbundnum tölvum hvar sem er innan dreifikerfisins. Þar sem áður var nær eingöngu flutt tal í símanum, má nú flytja ósköpin öll af gögnum; tala í mynd, horfa á sjónvarp, vafra á netinu og hlaða niður og hlusta á tónlist. Utan dreifikerfisins verður að komast á netið með öðrum aðferðum og hvað símann varðar er bara hægt að nýta hefðbundna GSM-þjónustu. Eins og sjá má á myndinni nær dreifikerfið vel út fyrir höfuðborgarsvæðið, út Reykjanesið og í Leifsstöð. Þá hefur Síminn komið upp 3G-dreifikerfi á Akureyri og Nova stefnir á frekari útbreiðslu kerfisins. Til þess að nýta möguleika símans þarf símtækið sjálft að styðja við þriðju kynslóðina. Halldór Jensson, hjá Hátækni, segir að sala á þriðju kynslóðar símum hafi aukist mikið að undanförnu, eftir að símafyrirtækin fóru að kynna þjónustu sína. Slíkir símar kosti að jafnaði ekki undir tuttugu þúsund krónum. Hins vegar styðji ekki allir símar við þriðju kynslóðina og framleiðendur setji enn á markað venjulega farsíma, sem geti verið mun ódýrari en ódýrustu þriðju kynslóðar símar. Hins vegar eru dæmi um að þriðju kynslóðar síma megi fá fyrir minna en tíu þúsund krónur.DreifikerfiðSíminn og Nova hafa hvort um sig sett upp eigið dreifikerfi fyrir þriðju kynslóðar farsíma. Sendar hafa verið settir upp um allt höfuðborgarsvæðið og raunar víðar. Vodafone hefur samið við Nova um aðgang að þriðju kynslóðar kerfi.Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að stofnkostnaður Nova sé eitthvað í kringum tvo milljarða króna til þessa dags. Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir að upplýsingar um kostnað við uppsetningu dreifikerfisins verði ekki gefnar upp. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, gefur ekki upp hversu mikið Vodafone greiðir fyrir aðganginn að dreifikerfi Nova.Til hvers er þetta notað?Á djamminu Hægt er að sýna fólki á mynd hvort það er löng röð inn á skemmtistaðinn ef ekki dugar að hringja eða senda sms.Samkvæmt upplýsingasíðum símafyrirtækjanna má nota nýju tæknina til að fara á netið í fartölvunni, hvar og hvenær sem er innan dreifikerfisins. Þá muni mikið um að geta horft á viðmælanda sinn í símanum. Þar megi horfa á sjónvarp og vafra um netið. Þá sé líka hægt að nota MSN-spjallforritið í símanum. Þá sé niðurhal á tónlist ekki síst sú þjónusta sem fólk sækist eftir.Erlendur símnotandi segist í grein á netinu helst nota netið í símanum til að fylgjast með fréttum auk þess að skoða sýnishorn úr bíómyndum í símanum áður en hann ákveður hvort hann ætli að sjá myndirnar í bíó. Aðrir erlendir netnotendur sem Markaðurinn hafði spurnir af virtust lítið nota myndsímtölin en margir segja að þeim finnist möguleikinn skemmtilegur.„Við erum samt ekki alveg búin að sjá það nú í hvað þetta verður notað. Hver og einn, hvort sem er einstaklingar eða ýmsir geirar atvinnulífsins, eiga eftir að meta þetta og melta, og sjá hvaða möguleika þetta hefur í för með sér. Við getum í sjálfu sér ekkert vitað um það hvaða möguleika þetta hefur í för með sér," segir Liv Bergþórsdóttir hjá Nova. En á þessu eru auðvitað fleiri hliðar.Einn hinna erlendu símnotenda sem Markaðurinn frétti af kvartaði undan því hvað tæknin væri orðin mikil. Ef hann sæti í lest vildi hann bara lesa bók eða tala í símann. Hann langaði í síma sem ekki væri með myndavél, engum tónlistarspilara. Síma sem byði ekki upp á netaðgang. „Ég er með heimabíó og nettengda tölvu heima. Ég þarf bara venjulegan síma."Skiptu yfir í frelsiLinda Waage Enginn áhugi á háum reikningum.Þriðja kynslóð farsíma hefur verið notuð um skeið í ýmsum öðrum löndum. Þessi þjónusta er í boði í öllum helstu borgum annars staðar á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Einnig eru þriðju kynslóðar kerfi komin upp í Ástralíu, Asíu og víðar.Þegar könnuð er reynsla símnotenda í öðrum löndum virðist kostnaðurinn helst hafa komið á óvart.Oftar en ekki byrjaði fólk á því að greiða fyrir notkunina eftir á, en skipti svo yfir í fyrirframgreidda þjónustu eftir að reikningarnir tóku að berast. Einn símnotandi kvartaði mikið undan því að nú væri ekkert ókeypis lengur og hversu dýrt það væri að hlaða niður myndum og hringitónum. Annar sagðist geta sjálfum sér um kennt en eftir fyrstu reikningana hefði hann ákveðið að skipta yfir í fyrirframgreidda þjónustu, til þess að hafa hemil á sjálfum sér.Upplýsingafulltrúar símafyrirtækjanna hérlendis benda á að hver og einn geti fylgst með notkun sinni. „Við höfum ekki áhuga á því að fólk fái himinháa reikninga sem það gerði ekki ráð fyrir," segir Linda Waage, hjá Símanum.Í töflunum hér til hliðar má sjá hversu mikið kostar að fá gögn í símann í þriðju kynslóðar kerfinu. Til þess að gefa einhverja hugmynd um hver kostnaðurinn getur verið gott að hafa í huga að forsíða á vinsælum fréttavef getur verið 0,5 MB og allt upp í 3 MB eftir því hversu mikið af myndum og auglýsingum er að finna á síðunni. Þá gæti reynst kostnaðarsamt að hala niður löngu myndbandi.Þá má benda á að sé fólk statt í útlöndum, getur kostnaðurinn orðið mjög mikill, svo sem margir hafa fundið á venjulegum símareikningum. Benda má á að í almennri netþjónustu er oftar en ekki ótakmarkað niðurhal, hvort sem gögnin koma héðan frá eða að utan. Þá greiðir fólk raunar fyrir áskrift.Hver á að nota 3G?Hrannar PéturssonHrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að í upphafi markaðssetningar á þriðju kynslóðinni leggi Vodafone mikla áherslu á að bjóða einstaklingum að hlaða niður tónlist í símann. Einnig sé horft til fyrirtækjamarkaðarins þegar kemur að gagnaflutningum og því að fólk fari á netið hvar sem er í fartölvunni.Linda Waage, hjá Símanum, segir mesta áherslu lagða á almenning. Hún bendir á að fólk noti þriðju kynslóðar símana með svipuðum hætti og það hafi áður notað netið.Liv Bergþórsdóttir, segir að þjónustan sé hugsuð fyrir almennan markað. Bæði unga og aldna. Hún bendir á að þetta sé viðbót við farsímann. Fólk geti vitaskuld áfram talaði í síma og sent SMS. Myndsímtöl og annað sem þriðja kynslóðin bjóði upp á í farsímanum sé hins vegar viðbót. Til dæmis sé hægt að vera með myndavél heima við og hringja sig inn í hana, og sjá í símanum það sem ber fyrir linsuna. „Þetta getur verið nokkurs konar eftirlitstæki. Þetta er svo auðvitað líka partí-vara," segir Liv, „það er til dæmis hægt að nota þetta til þess að sýna í myndsímanum röð inn á skemmtistað."Fólk getur væntanlega eftir sem áður hringt í félaga sína eða sent SMS um slíka stöðu mála, hugsar blaðamaður.Netið um allan bæSímafyrirtækin buðu blaðamanni að prófa búnað til þess að koma fartölvunni í samband hvar og hvenær sem er. Tækin eru ýmist kölluð pungur (Nova) eða dongull (Vodafone). Kortið frá Símanum var ekki prófað.Tækinu, sem í rauninni er mótald fyrir þráðlaust net, er stungið í samband við fartölvuna, í USB-tengi, og á maður að gera verið á netinu í fartölvunni hvar sem hver, hvort heldur í strætó eða hvar sem er annars staðar. Síminn býður sérstakt netkort sem stungið er í þar til gerða rauf á tölvunni.Þetta virkar þannig að í tækið er sett 3G sim-kort. Tækið nemur svo þráðlaust netsamband þar sem það er fyrir hendi og tengir mann við netið.Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, benti blaðamanni á að kerfið væri glænýtt og enn væri glímt við ýmsa smávægilega hnökra. Hjá Vodafone þarf í upphafi að setja upp hugbúnað, en það er í grunninn frekar einfalt. Blaðamaður fylgdi leiðbeiningum upplýsingafulltrúans út í hörgul en komst samt ekki í netsamband, þrátt fyrir margar tilraunir og endurræsingar. Blaðamaður reyndi í hátt í klukkustund, áður en hann gafst upp og hringdi í Hrannar. Með örlítilli hjálp reyndist þetta þó tiltölulega auðvelt og blaðamaður naut ágæts netsambands þann daginn.Tveimur dögum síðar, þegar reyna átti aftur, fór búnaðurinn aftur á byrjunarreit og blaðamaður þurfti að byrja að setja hann upp að nýju. Eftir það gat hann vafrað vandræðalaust.Blaðamaður fékk vin sinn til þess að gera hið sama við punginn frá Nova. Sá þurfti ekki að setja upp neinn hugbúnað. Hann komst vandræðalaust á netið en gerði samt nokkrar athugasemdir. Hraði netsambandsins væri ekki sambærilegur við netið heima við. Sín reynsla væri sú að með þessum hætti mætti til dæmis auðveldlega sækja tölvupóst og stökkva á hvaða vefsíðu sem er. Hins vegar þætti sér hraðinn helst til lítill fyrir almennt vafur eða mikið niðurhal. Hann sagði að sér sýndist sem svona nettenging dygði sér skammt.Prófað var á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Vesturbænum, í Skaftahlíð og í Mosfellsbæ. Alls staðar reyndist vera ágætis samband. Undir smásjánni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ljóst er að nokkur samkeppni verður um hylli símnotenda í þriðju kynslóðar kerfinu. Þrjú fyrirtæki bítast um fólk: Síminn, Vodafone og Nova, sem er nýr aðili á símamarkaði hérlendis. Í þriðju kynslóðinni felst fyrst og fremst að hægt er að flytja meira gagnamagn en áður í farsíma auk þess sem dreifikerfin bjóða upp á að fólk geti komist á netið í hefðbundnum tölvum hvar sem er innan dreifikerfisins. Þar sem áður var nær eingöngu flutt tal í símanum, má nú flytja ósköpin öll af gögnum; tala í mynd, horfa á sjónvarp, vafra á netinu og hlaða niður og hlusta á tónlist. Utan dreifikerfisins verður að komast á netið með öðrum aðferðum og hvað símann varðar er bara hægt að nýta hefðbundna GSM-þjónustu. Eins og sjá má á myndinni nær dreifikerfið vel út fyrir höfuðborgarsvæðið, út Reykjanesið og í Leifsstöð. Þá hefur Síminn komið upp 3G-dreifikerfi á Akureyri og Nova stefnir á frekari útbreiðslu kerfisins. Til þess að nýta möguleika símans þarf símtækið sjálft að styðja við þriðju kynslóðina. Halldór Jensson, hjá Hátækni, segir að sala á þriðju kynslóðar símum hafi aukist mikið að undanförnu, eftir að símafyrirtækin fóru að kynna þjónustu sína. Slíkir símar kosti að jafnaði ekki undir tuttugu þúsund krónum. Hins vegar styðji ekki allir símar við þriðju kynslóðina og framleiðendur setji enn á markað venjulega farsíma, sem geti verið mun ódýrari en ódýrustu þriðju kynslóðar símar. Hins vegar eru dæmi um að þriðju kynslóðar síma megi fá fyrir minna en tíu þúsund krónur.DreifikerfiðSíminn og Nova hafa hvort um sig sett upp eigið dreifikerfi fyrir þriðju kynslóðar farsíma. Sendar hafa verið settir upp um allt höfuðborgarsvæðið og raunar víðar. Vodafone hefur samið við Nova um aðgang að þriðju kynslóðar kerfi.Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að stofnkostnaður Nova sé eitthvað í kringum tvo milljarða króna til þessa dags. Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir að upplýsingar um kostnað við uppsetningu dreifikerfisins verði ekki gefnar upp. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, gefur ekki upp hversu mikið Vodafone greiðir fyrir aðganginn að dreifikerfi Nova.Til hvers er þetta notað?Á djamminu Hægt er að sýna fólki á mynd hvort það er löng röð inn á skemmtistaðinn ef ekki dugar að hringja eða senda sms.Samkvæmt upplýsingasíðum símafyrirtækjanna má nota nýju tæknina til að fara á netið í fartölvunni, hvar og hvenær sem er innan dreifikerfisins. Þá muni mikið um að geta horft á viðmælanda sinn í símanum. Þar megi horfa á sjónvarp og vafra um netið. Þá sé líka hægt að nota MSN-spjallforritið í símanum. Þá sé niðurhal á tónlist ekki síst sú þjónusta sem fólk sækist eftir.Erlendur símnotandi segist í grein á netinu helst nota netið í símanum til að fylgjast með fréttum auk þess að skoða sýnishorn úr bíómyndum í símanum áður en hann ákveður hvort hann ætli að sjá myndirnar í bíó. Aðrir erlendir netnotendur sem Markaðurinn hafði spurnir af virtust lítið nota myndsímtölin en margir segja að þeim finnist möguleikinn skemmtilegur.„Við erum samt ekki alveg búin að sjá það nú í hvað þetta verður notað. Hver og einn, hvort sem er einstaklingar eða ýmsir geirar atvinnulífsins, eiga eftir að meta þetta og melta, og sjá hvaða möguleika þetta hefur í för með sér. Við getum í sjálfu sér ekkert vitað um það hvaða möguleika þetta hefur í för með sér," segir Liv Bergþórsdóttir hjá Nova. En á þessu eru auðvitað fleiri hliðar.Einn hinna erlendu símnotenda sem Markaðurinn frétti af kvartaði undan því hvað tæknin væri orðin mikil. Ef hann sæti í lest vildi hann bara lesa bók eða tala í símann. Hann langaði í síma sem ekki væri með myndavél, engum tónlistarspilara. Síma sem byði ekki upp á netaðgang. „Ég er með heimabíó og nettengda tölvu heima. Ég þarf bara venjulegan síma."Skiptu yfir í frelsiLinda Waage Enginn áhugi á háum reikningum.Þriðja kynslóð farsíma hefur verið notuð um skeið í ýmsum öðrum löndum. Þessi þjónusta er í boði í öllum helstu borgum annars staðar á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Einnig eru þriðju kynslóðar kerfi komin upp í Ástralíu, Asíu og víðar.Þegar könnuð er reynsla símnotenda í öðrum löndum virðist kostnaðurinn helst hafa komið á óvart.Oftar en ekki byrjaði fólk á því að greiða fyrir notkunina eftir á, en skipti svo yfir í fyrirframgreidda þjónustu eftir að reikningarnir tóku að berast. Einn símnotandi kvartaði mikið undan því að nú væri ekkert ókeypis lengur og hversu dýrt það væri að hlaða niður myndum og hringitónum. Annar sagðist geta sjálfum sér um kennt en eftir fyrstu reikningana hefði hann ákveðið að skipta yfir í fyrirframgreidda þjónustu, til þess að hafa hemil á sjálfum sér.Upplýsingafulltrúar símafyrirtækjanna hérlendis benda á að hver og einn geti fylgst með notkun sinni. „Við höfum ekki áhuga á því að fólk fái himinháa reikninga sem það gerði ekki ráð fyrir," segir Linda Waage, hjá Símanum.Í töflunum hér til hliðar má sjá hversu mikið kostar að fá gögn í símann í þriðju kynslóðar kerfinu. Til þess að gefa einhverja hugmynd um hver kostnaðurinn getur verið gott að hafa í huga að forsíða á vinsælum fréttavef getur verið 0,5 MB og allt upp í 3 MB eftir því hversu mikið af myndum og auglýsingum er að finna á síðunni. Þá gæti reynst kostnaðarsamt að hala niður löngu myndbandi.Þá má benda á að sé fólk statt í útlöndum, getur kostnaðurinn orðið mjög mikill, svo sem margir hafa fundið á venjulegum símareikningum. Benda má á að í almennri netþjónustu er oftar en ekki ótakmarkað niðurhal, hvort sem gögnin koma héðan frá eða að utan. Þá greiðir fólk raunar fyrir áskrift.Hver á að nota 3G?Hrannar PéturssonHrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að í upphafi markaðssetningar á þriðju kynslóðinni leggi Vodafone mikla áherslu á að bjóða einstaklingum að hlaða niður tónlist í símann. Einnig sé horft til fyrirtækjamarkaðarins þegar kemur að gagnaflutningum og því að fólk fari á netið hvar sem er í fartölvunni.Linda Waage, hjá Símanum, segir mesta áherslu lagða á almenning. Hún bendir á að fólk noti þriðju kynslóðar símana með svipuðum hætti og það hafi áður notað netið.Liv Bergþórsdóttir, segir að þjónustan sé hugsuð fyrir almennan markað. Bæði unga og aldna. Hún bendir á að þetta sé viðbót við farsímann. Fólk geti vitaskuld áfram talaði í síma og sent SMS. Myndsímtöl og annað sem þriðja kynslóðin bjóði upp á í farsímanum sé hins vegar viðbót. Til dæmis sé hægt að vera með myndavél heima við og hringja sig inn í hana, og sjá í símanum það sem ber fyrir linsuna. „Þetta getur verið nokkurs konar eftirlitstæki. Þetta er svo auðvitað líka partí-vara," segir Liv, „það er til dæmis hægt að nota þetta til þess að sýna í myndsímanum röð inn á skemmtistað."Fólk getur væntanlega eftir sem áður hringt í félaga sína eða sent SMS um slíka stöðu mála, hugsar blaðamaður.Netið um allan bæSímafyrirtækin buðu blaðamanni að prófa búnað til þess að koma fartölvunni í samband hvar og hvenær sem er. Tækin eru ýmist kölluð pungur (Nova) eða dongull (Vodafone). Kortið frá Símanum var ekki prófað.Tækinu, sem í rauninni er mótald fyrir þráðlaust net, er stungið í samband við fartölvuna, í USB-tengi, og á maður að gera verið á netinu í fartölvunni hvar sem hver, hvort heldur í strætó eða hvar sem er annars staðar. Síminn býður sérstakt netkort sem stungið er í þar til gerða rauf á tölvunni.Þetta virkar þannig að í tækið er sett 3G sim-kort. Tækið nemur svo þráðlaust netsamband þar sem það er fyrir hendi og tengir mann við netið.Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, benti blaðamanni á að kerfið væri glænýtt og enn væri glímt við ýmsa smávægilega hnökra. Hjá Vodafone þarf í upphafi að setja upp hugbúnað, en það er í grunninn frekar einfalt. Blaðamaður fylgdi leiðbeiningum upplýsingafulltrúans út í hörgul en komst samt ekki í netsamband, þrátt fyrir margar tilraunir og endurræsingar. Blaðamaður reyndi í hátt í klukkustund, áður en hann gafst upp og hringdi í Hrannar. Með örlítilli hjálp reyndist þetta þó tiltölulega auðvelt og blaðamaður naut ágæts netsambands þann daginn.Tveimur dögum síðar, þegar reyna átti aftur, fór búnaðurinn aftur á byrjunarreit og blaðamaður þurfti að byrja að setja hann upp að nýju. Eftir það gat hann vafrað vandræðalaust.Blaðamaður fékk vin sinn til þess að gera hið sama við punginn frá Nova. Sá þurfti ekki að setja upp neinn hugbúnað. Hann komst vandræðalaust á netið en gerði samt nokkrar athugasemdir. Hraði netsambandsins væri ekki sambærilegur við netið heima við. Sín reynsla væri sú að með þessum hætti mætti til dæmis auðveldlega sækja tölvupóst og stökkva á hvaða vefsíðu sem er. Hins vegar þætti sér hraðinn helst til lítill fyrir almennt vafur eða mikið niðurhal. Hann sagði að sér sýndist sem svona nettenging dygði sér skammt.Prófað var á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Vesturbænum, í Skaftahlíð og í Mosfellsbæ. Alls staðar reyndist vera ágætis samband.
Undir smásjánni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira