Ekki meiri Cleese, plís! 1. janúar 2007 17:24 Ég sé að Guðmundur Magnússon er ekki hrifinn af pistli mínum frá því í gær. Jú, má vera að ég hafi tekið sterkt til orða. En það er full ástæða til. Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust - þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi. Yfirdráttarvextir sem eru á þriðja tug prósenta, húsnæðislán sem margfaldast á tímanum sem tekur að greiða þau upp - þetta er ekkert annað en sjúkt. Viðhofið til kúnnanna er eins og þeir séu dýr sem skuli leidd til slátrunar. Hví ætti maður þá að bera virðingu fyrir þessum stofnunum? Svona starfsemi þrífst í skjóli fákeppni og einangrunar, enginn þarf að segja manni að bankarnir með allan sinn stjarnfræðilega hagnað geti ekki boðið upp á betri kjör. Bankarnir hafa sjálfsagt náð frábærum árangri í útrásinni, þeir borga sumum starfsmönnum sínum mjög há laun, en meðan staðan er svona getur maður ekki annað en haft horn í síðu þeirra. Og það hefur þjóðin líka. Nýlega var gerð könnun þar sem var rannsakað viðhorf Íslendinga til bankanna. Hún leiddi í ljós að þeir eru afar óvinsælir. Fyrir tilviljun var ég einn þeirra sem var spurður í þessari könnun. Hún var reyndar þannig úr garði gerð að mjög erfitt var fyrir þátttakendur að segja raunverulega skoðun sína. Hún var full af skrítnum útúrsnúningum og spurningum sem skipta engu máli. Þess vegna kom mér á óvart hvað niðurstaðan var ótvíræð. Bankarnir eru duglegir við að styrkja alls konar starfsemi, íþróttafélög og menningu. Enn duglegri eru þeir við að auglýsa ímynd sína, hvað þeir eru frábærir. Sá síðasti sem var kallaður til var grínleikarinn John Cleese. Ég held að ég tali fyrir munn margra Íslendinga þegar ég segi: Ekki meiri Cleese, plís! Lækkið frekar vextina. Hættið að okra á okkur! Það var þetta sem ég átti við, Guðmundur. Enginn er að tala um að hrekja fyrirtæki úr landi. Bara að þau bjóði okkur svipuð kjör og tíðkast í hinum siðmenntaða heimi. Bankarnir eru hluti af samfélaginu en eiga það ekki - allavega ekki ennþá. Við eigum ekki að sætta okkur við mafíuvexti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Ég sé að Guðmundur Magnússon er ekki hrifinn af pistli mínum frá því í gær. Jú, má vera að ég hafi tekið sterkt til orða. En það er full ástæða til. Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust - þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi. Yfirdráttarvextir sem eru á þriðja tug prósenta, húsnæðislán sem margfaldast á tímanum sem tekur að greiða þau upp - þetta er ekkert annað en sjúkt. Viðhofið til kúnnanna er eins og þeir séu dýr sem skuli leidd til slátrunar. Hví ætti maður þá að bera virðingu fyrir þessum stofnunum? Svona starfsemi þrífst í skjóli fákeppni og einangrunar, enginn þarf að segja manni að bankarnir með allan sinn stjarnfræðilega hagnað geti ekki boðið upp á betri kjör. Bankarnir hafa sjálfsagt náð frábærum árangri í útrásinni, þeir borga sumum starfsmönnum sínum mjög há laun, en meðan staðan er svona getur maður ekki annað en haft horn í síðu þeirra. Og það hefur þjóðin líka. Nýlega var gerð könnun þar sem var rannsakað viðhorf Íslendinga til bankanna. Hún leiddi í ljós að þeir eru afar óvinsælir. Fyrir tilviljun var ég einn þeirra sem var spurður í þessari könnun. Hún var reyndar þannig úr garði gerð að mjög erfitt var fyrir þátttakendur að segja raunverulega skoðun sína. Hún var full af skrítnum útúrsnúningum og spurningum sem skipta engu máli. Þess vegna kom mér á óvart hvað niðurstaðan var ótvíræð. Bankarnir eru duglegir við að styrkja alls konar starfsemi, íþróttafélög og menningu. Enn duglegri eru þeir við að auglýsa ímynd sína, hvað þeir eru frábærir. Sá síðasti sem var kallaður til var grínleikarinn John Cleese. Ég held að ég tali fyrir munn margra Íslendinga þegar ég segi: Ekki meiri Cleese, plís! Lækkið frekar vextina. Hættið að okra á okkur! Það var þetta sem ég átti við, Guðmundur. Enginn er að tala um að hrekja fyrirtæki úr landi. Bara að þau bjóði okkur svipuð kjör og tíðkast í hinum siðmenntaða heimi. Bankarnir eru hluti af samfélaginu en eiga það ekki - allavega ekki ennþá. Við eigum ekki að sætta okkur við mafíuvexti.