Meint fangaflugvél lenti hér á landi 16. janúar 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira