Yfir þúsund hafa fallið í vikunni 4. febrúar 2007 18:58 Yfir þúsund manns liggja í valnum í Írak eftir átök og árásir undanfarinna sjö daga.(imk) Stjórnvöld í landinu segja fylgismenn Saddams Hussein hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Árásin í gær er sú mannskæðasta sem framin hefur verið frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur upp við markaðstorg í einu af sjíahverfum borgarinnar með þeim afleiðingum að 135 dóu og hátt í þrjú hundruð særðust. Heilu húsaraðirnar tættust í sundur eða jöfnuðust hreinlega við jörðu. Í morgun blasti eyðileggingin alls staðar við, enn var verið að leita að líkum í rústum húsa og grátandi fólk ráfaði um blóði drifnar göturnar. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kenndi Nuri al-Maliki forsætisráðherra fylgismönnum Saddams Hussein um tilræðið og hét því að skera upp herör gegn öfgamönnum. Maliki hefur áður haft svipaðar heitstrengingar í frammi en ekki er að sjá að stjórnin fái neinum böndum komið á ofbeldið í landinu. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa um eitt þúsund manns látið lífið í sjálfsmorðstilræðum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna síðastliðna viku. Erlenda setuliðið hefur heldur ekki farið varhluta af versnandi ástandi í landinu því í dag greindi William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak frá því að fjórar þyrlur sem farist hefðu í Írak á undanförnum vikum hefði verið grandað af uppreisnarmönnum. Caldwell sagði að í ljósi árásanna yrði notkun hersins á þyrlum yrði endurskoðuð en þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að þyrlunum fjórum hafi verið grandað. Árásirnar á þær þykir sýna svo ekki verður um villst hversu skipulagðir andspyrnuhópar Íraks eru og vel vopnum búnir.. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Yfir þúsund manns liggja í valnum í Írak eftir átök og árásir undanfarinna sjö daga.(imk) Stjórnvöld í landinu segja fylgismenn Saddams Hussein hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Árásin í gær er sú mannskæðasta sem framin hefur verið frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur upp við markaðstorg í einu af sjíahverfum borgarinnar með þeim afleiðingum að 135 dóu og hátt í þrjú hundruð særðust. Heilu húsaraðirnar tættust í sundur eða jöfnuðust hreinlega við jörðu. Í morgun blasti eyðileggingin alls staðar við, enn var verið að leita að líkum í rústum húsa og grátandi fólk ráfaði um blóði drifnar göturnar. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kenndi Nuri al-Maliki forsætisráðherra fylgismönnum Saddams Hussein um tilræðið og hét því að skera upp herör gegn öfgamönnum. Maliki hefur áður haft svipaðar heitstrengingar í frammi en ekki er að sjá að stjórnin fái neinum böndum komið á ofbeldið í landinu. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa um eitt þúsund manns látið lífið í sjálfsmorðstilræðum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna síðastliðna viku. Erlenda setuliðið hefur heldur ekki farið varhluta af versnandi ástandi í landinu því í dag greindi William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak frá því að fjórar þyrlur sem farist hefðu í Írak á undanförnum vikum hefði verið grandað af uppreisnarmönnum. Caldwell sagði að í ljósi árásanna yrði notkun hersins á þyrlum yrði endurskoðuð en þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að þyrlunum fjórum hafi verið grandað. Árásirnar á þær þykir sýna svo ekki verður um villst hversu skipulagðir andspyrnuhópar Íraks eru og vel vopnum búnir..
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira