Átök við al-Aqsa moskuna 9. febrúar 2007 18:30 Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Al-Aqsa moskan er einn helgasti staður múslima en hún stendur á Musterishæðinni sem gyðingar telja ginnheilaga. Þar standa nú yfir framkvæmdir á vegum Ísraelsstjórnar sem múslimar óttast að muni eyðileggja moskuna. Við föstudagsbænirnar í morgun kom svo til óeirða nærri moskunni þegar ungmenni köstuðu flöskum og grjóti að lögreglu sem svaraði með því að skjóta smásprengjum að þeim. Um þrjátíu særðust úr beggja röðum en síðdegis var ró komin að mestu á. Óeirðirnar setja nokkurn blett á gleðina sem ríkti á heimastjórnarsvæðunum í gær vegna samkomulags Fatah og Hamas um myndun þjóðstjórnar sem undirritað var í Mekka í gær. Vonast er til að með því hafi endi verið verið bundinn á átök fylkinganna sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Í samkomulaginu er kveðið á um að Hamas fái níu ráðuneyti í sinn hlut í nýju stjórninni, Fatah sex og fjórir ráðherrar tilheyra öðrum smærri hreyfingum. Ismail Haniyeh, úr Hamas, verður áfram forsætisráðherra en ráðherrar innanríkis-, utanríkis- og fjármála- koma úr röðum óháðra. Tilveruréttur Ísraelsríkis er hins vegar ekki viðurkenndur sérstaklega í samkomulaginu og sú staðreynd skýrir hversu hófstillt viðbrögðin við því hafa verið. Talsmenn bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins telja of snemmt að segja hvort samkomulagið þýði að styrkgreiðslur til heimastjórnarinnar verði teknar upp á ný og ekki er annað að heyra á ísraelskum ráðamönnum en þeir telji að ekkert hafi breyst. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Al-Aqsa moskan er einn helgasti staður múslima en hún stendur á Musterishæðinni sem gyðingar telja ginnheilaga. Þar standa nú yfir framkvæmdir á vegum Ísraelsstjórnar sem múslimar óttast að muni eyðileggja moskuna. Við föstudagsbænirnar í morgun kom svo til óeirða nærri moskunni þegar ungmenni köstuðu flöskum og grjóti að lögreglu sem svaraði með því að skjóta smásprengjum að þeim. Um þrjátíu særðust úr beggja röðum en síðdegis var ró komin að mestu á. Óeirðirnar setja nokkurn blett á gleðina sem ríkti á heimastjórnarsvæðunum í gær vegna samkomulags Fatah og Hamas um myndun þjóðstjórnar sem undirritað var í Mekka í gær. Vonast er til að með því hafi endi verið verið bundinn á átök fylkinganna sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Í samkomulaginu er kveðið á um að Hamas fái níu ráðuneyti í sinn hlut í nýju stjórninni, Fatah sex og fjórir ráðherrar tilheyra öðrum smærri hreyfingum. Ismail Haniyeh, úr Hamas, verður áfram forsætisráðherra en ráðherrar innanríkis-, utanríkis- og fjármála- koma úr röðum óháðra. Tilveruréttur Ísraelsríkis er hins vegar ekki viðurkenndur sérstaklega í samkomulaginu og sú staðreynd skýrir hversu hófstillt viðbrögðin við því hafa verið. Talsmenn bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins telja of snemmt að segja hvort samkomulagið þýði að styrkgreiðslur til heimastjórnarinnar verði teknar upp á ný og ekki er annað að heyra á ísraelskum ráðamönnum en þeir telji að ekkert hafi breyst.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira