Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna 13. febrúar 2007 19:45 Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira