Upp í kok af álkjaftæði 18. febrúar 2007 18:17 Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum." Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum."
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira