Bretar krefjast endurgreiðslu 22. febrúar 2007 19:15 Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/ Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira