Uppörvandi fyrir hægri grænt framboð 4. mars 2007 18:30 Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því." Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Gallup-könnun, á fylgi við nýtt framboð umhverfisverndarsinna, sýnir að það hefur hljómgrunn meðal þjóðarinnar, segir Ómar Ragnarsson sem verður á lista flokksins í Reykjavík ásamt Margréti Sverrisdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni. Listinn býður fram í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Búið er að ákveða nafn á þetta nýja framboð umhverfisverndarsinna en hvað það er hafa menn ekki viljað upplýsa. Heimildir fréttastofu herma að Ómar Ragnarsson muni leiða listann í Reykjavík norður og Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, í Reykjavík suður. Margrét vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði það vissulega mjög rökrétt. Hún staðfesti þó að Jakob Frímann Magnússon yrði á lista flokksins. Gallup könnun hefur verið gerð á fylgi við framboðið en niðurstöður hennar hafa ekki verið kunngjörðar. "Það eina sem ég get sagt er að þetta eru uppörvandi tölur. Þetta sýnir að það er hljómgrunnur fyrir svona framboði," sagði Ómar Ragnarsson í Silfri Egils í dag. Aðspurður hvort fylkingin muni ekki taka fylgi frá Samfylkingunni segir Ómar: "Nei, niðurstaðan verður alltaf þessi og það sýna skoðanakannanirnar að við tökum fylgi frá nánast öllum flokkum." Ómar segir að umhverfismálin hafi læstst inni á vinstri kantinum. "Markmiðið er bara eitt fyrir þessar kosningar, þess vegna er ég að hugsa um að leggja þessu lið, það er að breikka grænu fylkinguna til hægri frá miðjunni." Framboðið verður að öllum líkindum kynnt formlega eftir um tíu daga. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt hægri grænt framboð ekki vondar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óttast ekki að það taki fylgi frá sínum flokki. Umhverfismál eigi að vera þverpólitísk. "Þetta bara fer allt eftir stefnumálunum. Kjósendur eru skynsamir. Þeir skoða stefnu flokkanna, hvaða fólk er í framboði og fyrir hvað þessir flokkar standa og taka afstöðu út frá því."
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira