Launaleynd hugsanlega aflétt 7. mars 2007 18:50 Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira