Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils 15. mars 2007 18:28 Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira