Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ 19. mars 2007 18:30 Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira