Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket 23. mars 2007 19:15 Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins. Erlent Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira