Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju 25. mars 2007 18:30 Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins. Samgöngur Stóriðja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins.
Samgöngur Stóriðja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira