Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja 28. mars 2007 19:35 Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum. Erlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum.
Erlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira