Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið 16. apríl 2007 14:59 Ultra mega technobandið Stefán komu fram í fyrsta skipti á Airwaves 2006. Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007. Markmið hátíðarinnar verður sem endranær að bjóða upp á það ferskasta og skemmtilegasta sem er að gerast í íslenskri tónlist - og gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á Airwaves. Ungar og upprennandi sveitir, sem og þær fræknari og reynslumeiri eru hvattar til að senda inn umsókn. Meðal þeirra 30 flytjenda sem komu fram á Airwaves í fyrsta sinn í fyrra má nefna Lay Low, Ólöfu Arnalds, Sprengjuhöllina, Hjaltalín og Ultra Mega Technobandið Stefán - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2007 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Press/Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Vert er að taka fram að byrjað verður strax að fara yfir þær umsóknir sem berast. Þar sem bæði innlendir og erlendir listamenn verða staðfestir og kynntir til leiks á dagskrá Iceland Airwaves 2007 á næstu vikum og mánuðum - eru þeir flytjendur sem sjá sér fært til að senda umsóknir í apríl, maí og júní hvattir til að láta slag standa og gera það. Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 15. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Eldar Ástþórsson, Egill Tómasson, Diljá Ámundadóttir og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2007. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007. Markmið hátíðarinnar verður sem endranær að bjóða upp á það ferskasta og skemmtilegasta sem er að gerast í íslenskri tónlist - og gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á Airwaves. Ungar og upprennandi sveitir, sem og þær fræknari og reynslumeiri eru hvattar til að senda inn umsókn. Meðal þeirra 30 flytjenda sem komu fram á Airwaves í fyrsta sinn í fyrra má nefna Lay Low, Ólöfu Arnalds, Sprengjuhöllina, Hjaltalín og Ultra Mega Technobandið Stefán - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2007 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Press/Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Vert er að taka fram að byrjað verður strax að fara yfir þær umsóknir sem berast. Þar sem bæði innlendir og erlendir listamenn verða staðfestir og kynntir til leiks á dagskrá Iceland Airwaves 2007 á næstu vikum og mánuðum - eru þeir flytjendur sem sjá sér fært til að senda umsóknir í apríl, maí og júní hvattir til að láta slag standa og gera það. Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 15. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Eldar Ástþórsson, Egill Tómasson, Diljá Ámundadóttir og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2007. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira