Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 16. apríl 2007 22:14 Frá fréttamannafundinum í kvöld. MYND/AP 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna. Erlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna.
Erlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira