Átti marga aðdáendur og fjendur 23. apríl 2007 19:45 Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina. Erlent Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina.
Erlent Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira