Leiðtogar minnast Jeltsíns Óli Tynes skrifar 24. apríl 2007 11:09 Boris Jeltsín var lífsglaður maður, á stundum. MYND/AP Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir. Erlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir.
Erlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira