Fyrirlestur Lobba, ónýtt kjördæmakerfi, Photo Shop í aðalhlutverki 6. maí 2007 21:21 Ég ætla að nefna tvennt úr þætti mínum í dag. Annars vegar er viðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing þar sem hann fór yfir frammistöðu ríkisstjórnarinnar síðustu ár, aðallega hagstjórnina, í átján liðum, níu jákvæðum og níu neikvæðum. Þetta er niðurstaðan - í endursögn minni. Getur kannski verið grundvöllur að málefnalegum umræðum síðustu vikuna fyrir kosningar - óháð auglýsingaskruminu, áróðrinum, spunanum og undanbrögðunum.Jákvætt 1. Mikilli hagvöxtur, fyrst og fremst því að þakka að bankar losnuðu úr klóm ríkisvandsins. 2. Fjármálafyrirtæki og verslun blómstra. 3. Gott lífeyrissjóðakerfi. 4. Eignir hafa aukist umfram skuldir. Eignastaða almennings er góð. 5. Aukin tækifæri til menntunar. 6. Verð á ýmsum hlutum, til dæmis utanlandsferðum og raftækjum, hefur lækkað. 7. Jákvæðar afleiðingar af EES samningnum. 8. Góð tölvukunnátta og tækniþekking. 9. Uppbygging þungaiðnaðar.Neikvætt 1. Ofþensla á húsnæðismarkaði vegna kosningavíxils Framsóknar 2003. Erfitt fyrir ungt fólk og láglaunafólk að eignast húsnæði. 2. Okursamfélagið blómstrar sem aldrei fyrr, okur í bönkum og okur á matvælum. 3. Einkavæðing Símans var einkavæðing á einokun og leiðir til verri þjónustu. 4. Óstjórn í efnahagsmálum hefur leitt til verðbólgu, ónýtur gjaldmiðill kostar Íslendinga um hálfa milljón á fjölskyldu á ári. 5. Vöxtur ríkisbáknsins úr 32% í 42% af þjóðartekjum síðan 1995. Ríkið tekur til sín ríflega hálfa milljón meira á ári frá hverri fjölskyldu vegna þessa. Sé tekinn með liður 4 mætti gera ráð fyrir að meðaltekjur af hverri fjölskyldu væru einni milljón hærri á hverju ári og þá væru launakjör nær því sem er í nágrannalöndunum - eða það segir Guðmundur. 6. Taumhald á bönkunum er í handaskolum. 7. Sukk í landbúnaðarkerfinu hefur versnað. 8. Ríkið hefur misst tökin á kostnaði í heilbrigðisþjónustu og velferðarmálum, en þjónustan hefur versnað. 9. Eftirlaunafrumvarpið dregur úr trúverðugleika stjórnmálaflokka. Annars skilst mér á Guðmundi að þetta verði birt nánar í DV nú í vikunni. --- --- --- Í lok þáttarins voru gestir hjá mér Halldór Blöndal, Margrét Frímannsdóttir og Hjörleifur Guttormsson, stjórnmálamenn sem skipa heiðurssæti á listum flokka sinna. Við ræddum kosningakerfið og þau voru öll sammála um að það sé handónýtt. Best væri að kjósa ekki framar eftir þessu. Landsbyggðarkjördæmin eru alltof stór og endurspegla engan landfræðilegan veruleika - skipting höfuðborgarsvæðisins í þrjú kjördæmi á sér engar skynsamlegar forsendur. Halldór Blöndal, sá reyndi þingskörungur, lagði til að landinu yrði skipt upp í tveggja til fjögurra manna kjördæmi. Þá gæti Akureyri verið eitt kjördæmi, Vestfirðir kannski líka, en í höfuðborginni væru nokkur kjördæmi. Það væri komið fordæmi fyrir því að skipta Reykjavík, en mikil andstaða var gegn því áður fyrr. Margrét hallaðist fremur að því að gera landið að einu kjördæmi. Það býður þó heim þeirri hættu að þingmenn fjarlægist enn fólkið í landinu. Einmenningskjördæmi er kerfi sem ég hef verið svolítið skotinn í, en Halldór taldi að það samræmdist ekki réttlætisvitund Íslendinga. --- --- --- Eitt sem einkennir þessa kosningabaráttu er ofboðsleg notkun tölvuforritsins Photo Shop. Það er hrikalegt að sjá andlit frambjóðenda sem eru svo photoshoppuð að þau líkjast helst dánargrímum. Slæmar eru myndir af Geir Haarde og Þorgerði Katrínu sem hanga víða um bæinn, en enn verri eru myndir af frambjóðendum Vinstri grænna. Það hefur verið fiktað svo mikið við myndirnar að þau líta út eins og geimverur. Það er verið að telja peningana sem flokkarnir leggja í birtingar auglýsinga. Þetta er auðvitað ekki einhlítt. Sjálfstæðisflokkurinn mun vera með her manna að hringja í alla kjósendur á Íslandi - mér skilst að talsvert af því fólki sé á launum. Þetta getur reyndar verið tvíeggjað. Það er ekki gott gott þegar hringjendurnir vita ekkert umfram rulluna sem stendur á blaðinu sem kosningastjórinn afhenti þeim. Ég hitti mann sem hafði fengið hringingu frá Sjálfstæðisflokknum og rætt við stúlku sem vissi varla neitt umfram nafn formannsins. Það væri vís leið til að fá mig til að kjósa ekki flokk að hringja í mig. Ég hef heldur ekki smekk fyrir því að fá frambjóðendur heim til mín, jafnvel þótt þeir færi mér rauðar rósir. Ég vil fá að vera í friði heima hjá mér. --- --- --- Samfylkingin birtir auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem er mynd af átta ungum frambjóðendum með Ingibjörgu Sólrúnu. Sagt er að þau séu í baráttusætum. Sannleikurinn er sá að það þarf kraftaverk til að fleiri en tveir af þessum einstaklingum nái inn á þing. Flokkurinn gerir allt sem hann getur til að fela að það er bara sama gamla liðið í framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ég ætla að nefna tvennt úr þætti mínum í dag. Annars vegar er viðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing þar sem hann fór yfir frammistöðu ríkisstjórnarinnar síðustu ár, aðallega hagstjórnina, í átján liðum, níu jákvæðum og níu neikvæðum. Þetta er niðurstaðan - í endursögn minni. Getur kannski verið grundvöllur að málefnalegum umræðum síðustu vikuna fyrir kosningar - óháð auglýsingaskruminu, áróðrinum, spunanum og undanbrögðunum.Jákvætt 1. Mikilli hagvöxtur, fyrst og fremst því að þakka að bankar losnuðu úr klóm ríkisvandsins. 2. Fjármálafyrirtæki og verslun blómstra. 3. Gott lífeyrissjóðakerfi. 4. Eignir hafa aukist umfram skuldir. Eignastaða almennings er góð. 5. Aukin tækifæri til menntunar. 6. Verð á ýmsum hlutum, til dæmis utanlandsferðum og raftækjum, hefur lækkað. 7. Jákvæðar afleiðingar af EES samningnum. 8. Góð tölvukunnátta og tækniþekking. 9. Uppbygging þungaiðnaðar.Neikvætt 1. Ofþensla á húsnæðismarkaði vegna kosningavíxils Framsóknar 2003. Erfitt fyrir ungt fólk og láglaunafólk að eignast húsnæði. 2. Okursamfélagið blómstrar sem aldrei fyrr, okur í bönkum og okur á matvælum. 3. Einkavæðing Símans var einkavæðing á einokun og leiðir til verri þjónustu. 4. Óstjórn í efnahagsmálum hefur leitt til verðbólgu, ónýtur gjaldmiðill kostar Íslendinga um hálfa milljón á fjölskyldu á ári. 5. Vöxtur ríkisbáknsins úr 32% í 42% af þjóðartekjum síðan 1995. Ríkið tekur til sín ríflega hálfa milljón meira á ári frá hverri fjölskyldu vegna þessa. Sé tekinn með liður 4 mætti gera ráð fyrir að meðaltekjur af hverri fjölskyldu væru einni milljón hærri á hverju ári og þá væru launakjör nær því sem er í nágrannalöndunum - eða það segir Guðmundur. 6. Taumhald á bönkunum er í handaskolum. 7. Sukk í landbúnaðarkerfinu hefur versnað. 8. Ríkið hefur misst tökin á kostnaði í heilbrigðisþjónustu og velferðarmálum, en þjónustan hefur versnað. 9. Eftirlaunafrumvarpið dregur úr trúverðugleika stjórnmálaflokka. Annars skilst mér á Guðmundi að þetta verði birt nánar í DV nú í vikunni. --- --- --- Í lok þáttarins voru gestir hjá mér Halldór Blöndal, Margrét Frímannsdóttir og Hjörleifur Guttormsson, stjórnmálamenn sem skipa heiðurssæti á listum flokka sinna. Við ræddum kosningakerfið og þau voru öll sammála um að það sé handónýtt. Best væri að kjósa ekki framar eftir þessu. Landsbyggðarkjördæmin eru alltof stór og endurspegla engan landfræðilegan veruleika - skipting höfuðborgarsvæðisins í þrjú kjördæmi á sér engar skynsamlegar forsendur. Halldór Blöndal, sá reyndi þingskörungur, lagði til að landinu yrði skipt upp í tveggja til fjögurra manna kjördæmi. Þá gæti Akureyri verið eitt kjördæmi, Vestfirðir kannski líka, en í höfuðborginni væru nokkur kjördæmi. Það væri komið fordæmi fyrir því að skipta Reykjavík, en mikil andstaða var gegn því áður fyrr. Margrét hallaðist fremur að því að gera landið að einu kjördæmi. Það býður þó heim þeirri hættu að þingmenn fjarlægist enn fólkið í landinu. Einmenningskjördæmi er kerfi sem ég hef verið svolítið skotinn í, en Halldór taldi að það samræmdist ekki réttlætisvitund Íslendinga. --- --- --- Eitt sem einkennir þessa kosningabaráttu er ofboðsleg notkun tölvuforritsins Photo Shop. Það er hrikalegt að sjá andlit frambjóðenda sem eru svo photoshoppuð að þau líkjast helst dánargrímum. Slæmar eru myndir af Geir Haarde og Þorgerði Katrínu sem hanga víða um bæinn, en enn verri eru myndir af frambjóðendum Vinstri grænna. Það hefur verið fiktað svo mikið við myndirnar að þau líta út eins og geimverur. Það er verið að telja peningana sem flokkarnir leggja í birtingar auglýsinga. Þetta er auðvitað ekki einhlítt. Sjálfstæðisflokkurinn mun vera með her manna að hringja í alla kjósendur á Íslandi - mér skilst að talsvert af því fólki sé á launum. Þetta getur reyndar verið tvíeggjað. Það er ekki gott gott þegar hringjendurnir vita ekkert umfram rulluna sem stendur á blaðinu sem kosningastjórinn afhenti þeim. Ég hitti mann sem hafði fengið hringingu frá Sjálfstæðisflokknum og rætt við stúlku sem vissi varla neitt umfram nafn formannsins. Það væri vís leið til að fá mig til að kjósa ekki flokk að hringja í mig. Ég hef heldur ekki smekk fyrir því að fá frambjóðendur heim til mín, jafnvel þótt þeir færi mér rauðar rósir. Ég vil fá að vera í friði heima hjá mér. --- --- --- Samfylkingin birtir auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem er mynd af átta ungum frambjóðendum með Ingibjörgu Sólrúnu. Sagt er að þau séu í baráttusætum. Sannleikurinn er sá að það þarf kraftaverk til að fleiri en tveir af þessum einstaklingum nái inn á þing. Flokkurinn gerir allt sem hann getur til að fela að það er bara sama gamla liðið í framboði.