Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik 7. maí 2007 01:58 Sauma þurfti sex spor í nefið á Steve Nash eftir samstuðið við Tony Parker, en fjarvera hans í lokin var Phoenix dýr NordicPhotos/GettyImages San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld." NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld."
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira