Watson segir öllum ráðum beitt 15. maí 2007 18:30 Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira