Éta lifandi kýr gestum til skemmtunar Guðjón Helgason skrifar 22. maí 2007 19:00 Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar. Gestir í Harbin safarígarðinum í Norður-Kína bíða spenntir í rútunum sem aka þeim inn í miðjann garðinn. Þar er þeim lagt í hring. Hópur síberíutígra bíða þar og þegar þeir sjá bláa flutningabílinn nálgast vita þeir að komið er að matmálstíma. Niður pallinn kemur kýr. Hún á sér einskis ills von þegar tígrisdýrin stökkva á hana og byrja að rífa hana í sig. Í sínu náttúrulega umhverfi veiða síberíutígrisdýrin ekki í hópum og gera útaf við bráð sína á svipstundu. Hér tekur það hins vegar dágóða stund að ganga að kúnni dauðri enda tígrisdýrin ekki rekin áfram af svengd heldur eru þau ofalinn. Þetta er því leikur í augum þeirra, allt sett á svið fyrir gestina og þessu lýst sem fjölskylduskemmtun. Tígrisdýrin fá einnig að háma í sig lifandi endur og kjúklinga. Gestir geta keypt kjúkling, veifað honum við trýni tígrisdýrs og ögrað því. Síðan er kjúklingnum troðið í hólf þaðan sem trígrisdýrið getur rifið hann í sig. Aðfarir sem þessar virðast algengar í dýragörðum í Kína. Sex hundruð kílómetrum sunnar, í Geena, er lítill björn látinn draga bíl tvisvar á dag - og ekki virðist það reynast honum sérlega auðvelt. Dýraverndunarsinnar hafa vakið máls á meðferð dýranna, sér í lagi nú þegar augu alheimsins beinast að Kína á næsta ári þegar sumar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar. Þeir segja dýrin barin áfram og dýragarðana einna helst líkjast geðveikrahælum fyrir dýr. En á meðan dýraverndunarsinnar hreyfa mótmælum halda gestir í Harbin safarígarðinun áfram að fylgjast með dauðastríði kýrinnar - og áður en langt um líður verður önnur komin í pallbílinn og annar hópur gesta mættur að fylgjast með. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar. Gestir í Harbin safarígarðinum í Norður-Kína bíða spenntir í rútunum sem aka þeim inn í miðjann garðinn. Þar er þeim lagt í hring. Hópur síberíutígra bíða þar og þegar þeir sjá bláa flutningabílinn nálgast vita þeir að komið er að matmálstíma. Niður pallinn kemur kýr. Hún á sér einskis ills von þegar tígrisdýrin stökkva á hana og byrja að rífa hana í sig. Í sínu náttúrulega umhverfi veiða síberíutígrisdýrin ekki í hópum og gera útaf við bráð sína á svipstundu. Hér tekur það hins vegar dágóða stund að ganga að kúnni dauðri enda tígrisdýrin ekki rekin áfram af svengd heldur eru þau ofalinn. Þetta er því leikur í augum þeirra, allt sett á svið fyrir gestina og þessu lýst sem fjölskylduskemmtun. Tígrisdýrin fá einnig að háma í sig lifandi endur og kjúklinga. Gestir geta keypt kjúkling, veifað honum við trýni tígrisdýrs og ögrað því. Síðan er kjúklingnum troðið í hólf þaðan sem trígrisdýrið getur rifið hann í sig. Aðfarir sem þessar virðast algengar í dýragörðum í Kína. Sex hundruð kílómetrum sunnar, í Geena, er lítill björn látinn draga bíl tvisvar á dag - og ekki virðist það reynast honum sérlega auðvelt. Dýraverndunarsinnar hafa vakið máls á meðferð dýranna, sér í lagi nú þegar augu alheimsins beinast að Kína á næsta ári þegar sumar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar. Þeir segja dýrin barin áfram og dýragarðana einna helst líkjast geðveikrahælum fyrir dýr. En á meðan dýraverndunarsinnar hreyfa mótmælum halda gestir í Harbin safarígarðinun áfram að fylgjast með dauðastríði kýrinnar - og áður en langt um líður verður önnur komin í pallbílinn og annar hópur gesta mættur að fylgjast með.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira