Groundhog Day í Detroit 25. maí 2007 09:56 LeBron reynir hér síðasta skot Cleveland í leiknum. MYND/AFP Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1. NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1.
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira