Cleveland - Detroit í beinni í kvöld 27. maí 2007 17:47 Hér má sjá troðsluna rosalegu sem James smellti á Detroit í öðrum leiknum, en þar var boðið upp á óvenju margar glæsitroðslur NordicPhotos/GettyImages Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til. NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira