San Antonio í úrslit 31. maí 2007 04:18 Tim Duncan heldur hér á sínum fjórða verðlaunagrip á ferlinum fyrir sigur í Vesturdeildinni, en hann hefur alltaf náð að klára dæmið þegar hann hefur komist í lokaúrslitin NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn. NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira