Celtic bíður milli vonar og ótta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 09:29 Bera þurfti Dida af velli í gær. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira