NBA í nótt: Bosh leiddi Toronto til sigurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2007 09:35 Chris Bosh tekur frákast í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh sneri aftur í lið Toronto í nótt eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsla. Hann leiddi sína menn til sigurs gegn Houston, 93-80. Bosh var fremur ryðgaður í fyrri hálfleik og hitti aðeins úr einu skoti af sjö. Hann kláraði þó leikinn með 21 stig, tíu fráköst og fjögur farin skot. Houston var með ellefu stiga forystu í hálfleik, 45-34, en náði aðeins að skora ellefu stig í þriðja leikhluta. Toronto náði yfirhöndinni í leiknum með 18-3 spretti og var það nóg til að tryggja liðinu sigur á endanum. Anthony Parker skoraði níu af sínum ellefu stigum í þriðja leikhluta og Kris Humphries skoraði tíu af sextán stigum sínum í fjórða leikhluta. Hjá Houston var Tracy McGrady stigahæstur með 23 stig. Yao Ming bætti við fimmtán, sex fráköstum auk þess sem hann varði þrjú skot. Pit Riley vann sinn 1.200 sigur á ferlinum er Miami vann góðan sigur á LA Clippers á útivelli, 100-94. Dwayne Wade er allur að koma til eftir að hann byrjaði að spila eftir meiðslin sín og skoraði 35 stig í leiknum í nótt auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Riley er þriðji þjálfarinn í sögu NBA sem nær þessum áfanga en hann hefur tapað 642 leikjum á ferlinum. Portland vann Milwaukee í framlengdum leik, 117-113. Brandon Roy skoraði 26 stig í leiknum og LaMarcus Aldridge 24. Mo Williams var stigahæstur hjá Milwaukee með 33 stig. Kobe Bryant skoraði 20 af sínum 28 stigum í síðari hálfleik er LA Lakers vann Golden State, 123-113. Þetta var þriðji sigur Lakers í röð. Andrew Bynum var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Lakers en hjá Golden State var Baron Davis stigahæstur með 20 stig. Washington Wizards vann fimmtán stiga sigur á New Jersey, 104-89. Caron Butler ar með 28 stig fyrir Washington en Vince Carter 30 fyrir New Jersey. Jason Kidd var með þrefalda tvennu í leiknum - þrettán stig, þrettán stoðsendingar og tíu fráköst. Þá vann Detroit sigur á Charlotte, 104-85, á heimavelli. Chauncey Billups var með 20 stig, Antonio McDyess nítján og Richard Hamilton átján. Að síðustu vann New Orleans þriggja stiga sigur á Seattle, 91-88. NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Chris Bosh sneri aftur í lið Toronto í nótt eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsla. Hann leiddi sína menn til sigurs gegn Houston, 93-80. Bosh var fremur ryðgaður í fyrri hálfleik og hitti aðeins úr einu skoti af sjö. Hann kláraði þó leikinn með 21 stig, tíu fráköst og fjögur farin skot. Houston var með ellefu stiga forystu í hálfleik, 45-34, en náði aðeins að skora ellefu stig í þriðja leikhluta. Toronto náði yfirhöndinni í leiknum með 18-3 spretti og var það nóg til að tryggja liðinu sigur á endanum. Anthony Parker skoraði níu af sínum ellefu stigum í þriðja leikhluta og Kris Humphries skoraði tíu af sextán stigum sínum í fjórða leikhluta. Hjá Houston var Tracy McGrady stigahæstur með 23 stig. Yao Ming bætti við fimmtán, sex fráköstum auk þess sem hann varði þrjú skot. Pit Riley vann sinn 1.200 sigur á ferlinum er Miami vann góðan sigur á LA Clippers á útivelli, 100-94. Dwayne Wade er allur að koma til eftir að hann byrjaði að spila eftir meiðslin sín og skoraði 35 stig í leiknum í nótt auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Riley er þriðji þjálfarinn í sögu NBA sem nær þessum áfanga en hann hefur tapað 642 leikjum á ferlinum. Portland vann Milwaukee í framlengdum leik, 117-113. Brandon Roy skoraði 26 stig í leiknum og LaMarcus Aldridge 24. Mo Williams var stigahæstur hjá Milwaukee með 33 stig. Kobe Bryant skoraði 20 af sínum 28 stigum í síðari hálfleik er LA Lakers vann Golden State, 123-113. Þetta var þriðji sigur Lakers í röð. Andrew Bynum var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Lakers en hjá Golden State var Baron Davis stigahæstur með 20 stig. Washington Wizards vann fimmtán stiga sigur á New Jersey, 104-89. Caron Butler ar með 28 stig fyrir Washington en Vince Carter 30 fyrir New Jersey. Jason Kidd var með þrefalda tvennu í leiknum - þrettán stig, þrettán stoðsendingar og tíu fráköst. Þá vann Detroit sigur á Charlotte, 104-85, á heimavelli. Chauncey Billups var með 20 stig, Antonio McDyess nítján og Richard Hamilton átján. Að síðustu vann New Orleans þriggja stiga sigur á Seattle, 91-88.
NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira