Tölvan segir nei Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. janúar 2008 06:00 Tækni sem fer úr böndunum er meginþema margra vísindaskáldsagna. Oft er boðskapurinn eingöngu áminning um að það séum við sem eigum að stjórna tækninni en ekki hún okkur. Ég hef aldrei nennt að lesa svona sögur og hundleiðast flestar kvikmyndir sem byggjast á þeim. Svo hef ég líka komist að þeirri ónotalegu staðreynd að raunveruleikinn getur verið mun svæsnari en nokkur vísindaskáldskapur. Vinkona mín og sambýlismaður hennar eiga til dæmis í stríði við tölvu. Þá er ég ekki að tala um þetta venjulega tölvustríð sem við heyjum öll annað slagið, heldur alvöru stríð við óknyttna tölvu sem ætlar að taka af þeim þann sjálfsagða rétt allra foreldra að fá að ráða því hvað barnið þeirra heitir. Tölvan illræmda, sem er í eigu Hagstofu Íslands, bannar þeim að gefa barni sínu nafn sem er lengra en 32 stafabil. Misrétti tölvunnar er algjört því sá sem er Jónsson má heita miklu lengra nafni en stúlka sem er svo óheppin að vera Ingimundardóttir. Heiti hún tveimur nöfnum er líklegt að tölvan narti svolítið aftan af því síðara. Tölvubyltingin étur börnin sín. Fyrir vikið er nú fjöldi fólks í þjóðskrá sem hefur látið í minni pokann fyrir tækninni og heitir seinni nöfnum á borð við K og B. Ég hef fulla ástæðu til að vera dauðhrædd við þessa tölvu enda hefur hún ýmislegt fleira á samviskunni. Einu sinni gekk hún svo langt að taka fyrrverandi nágranna minn af lífi. Maðurinn skildi ekkert í því þegar honum hættu að berast ýmis opinber gögn svo hann heimsótti skrifstofu Hagstofunnar í leit að svörum. Þegar starfsstúlkan hafði slegið inn kennitölu nágrannans leit hún á hann án þess að blikna og sagði: „Tölvan segir mér að þú sért látinn." Síðar kom á daginn að röngum manni hafði verið eytt úr tölvukerfinu þegar alnafni hans lést. Til allrar hamingju var þetta leiðrétt. Vegir tölvunnar eru órannsakanlegir. Hún er fær um að drepa menn og vekja þá svo upp frá dauðum en samt virðist ómögulegt að kenna henni að skrá nöfn sem eru lengri en 32 stafabil. Eflaust er það bara tímaspursmál hvenær frægustu leikstjórarnir í Hollywood heyra af þessari kvikindislegu tölvu sem enginn virðist stjórna og búa til um hana stórmynd í anda The Matrix. Titil myndarinnar mætti sækja í frasann úr þáttaröðinni Little Britain: Computer says no! Meira að segja ég myndi mæta í bíó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Tækni sem fer úr böndunum er meginþema margra vísindaskáldsagna. Oft er boðskapurinn eingöngu áminning um að það séum við sem eigum að stjórna tækninni en ekki hún okkur. Ég hef aldrei nennt að lesa svona sögur og hundleiðast flestar kvikmyndir sem byggjast á þeim. Svo hef ég líka komist að þeirri ónotalegu staðreynd að raunveruleikinn getur verið mun svæsnari en nokkur vísindaskáldskapur. Vinkona mín og sambýlismaður hennar eiga til dæmis í stríði við tölvu. Þá er ég ekki að tala um þetta venjulega tölvustríð sem við heyjum öll annað slagið, heldur alvöru stríð við óknyttna tölvu sem ætlar að taka af þeim þann sjálfsagða rétt allra foreldra að fá að ráða því hvað barnið þeirra heitir. Tölvan illræmda, sem er í eigu Hagstofu Íslands, bannar þeim að gefa barni sínu nafn sem er lengra en 32 stafabil. Misrétti tölvunnar er algjört því sá sem er Jónsson má heita miklu lengra nafni en stúlka sem er svo óheppin að vera Ingimundardóttir. Heiti hún tveimur nöfnum er líklegt að tölvan narti svolítið aftan af því síðara. Tölvubyltingin étur börnin sín. Fyrir vikið er nú fjöldi fólks í þjóðskrá sem hefur látið í minni pokann fyrir tækninni og heitir seinni nöfnum á borð við K og B. Ég hef fulla ástæðu til að vera dauðhrædd við þessa tölvu enda hefur hún ýmislegt fleira á samviskunni. Einu sinni gekk hún svo langt að taka fyrrverandi nágranna minn af lífi. Maðurinn skildi ekkert í því þegar honum hættu að berast ýmis opinber gögn svo hann heimsótti skrifstofu Hagstofunnar í leit að svörum. Þegar starfsstúlkan hafði slegið inn kennitölu nágrannans leit hún á hann án þess að blikna og sagði: „Tölvan segir mér að þú sért látinn." Síðar kom á daginn að röngum manni hafði verið eytt úr tölvukerfinu þegar alnafni hans lést. Til allrar hamingju var þetta leiðrétt. Vegir tölvunnar eru órannsakanlegir. Hún er fær um að drepa menn og vekja þá svo upp frá dauðum en samt virðist ómögulegt að kenna henni að skrá nöfn sem eru lengri en 32 stafabil. Eflaust er það bara tímaspursmál hvenær frægustu leikstjórarnir í Hollywood heyra af þessari kvikindislegu tölvu sem enginn virðist stjórna og búa til um hana stórmynd í anda The Matrix. Titil myndarinnar mætti sækja í frasann úr þáttaröðinni Little Britain: Computer says no! Meira að segja ég myndi mæta í bíó.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun