Bankahólfið: Tapaði bunka 12. mars 2008 00:01 Dagskrá í tengslum við opnun hjá Tolla Tolli og Bubbi Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira