Hver er loddarinn? Árni Finnsson skrifar 8. apríl 2008 05:00 Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar