Bíó og sjónvarp

Leigjandi í vanda

Swank leikur aðalhlutverkið í The Resident sem fer í tökur á næsta ári.
Swank leikur aðalhlutverkið í The Resident sem fer í tökur á næsta ári.

Hilary Swank hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni The Resident og hefjast tökur í maí næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta kvikmynd finnska leikstjórans Antti J. Jokinen. Hann hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Will Smith, Beyonce, Eminem, Korn og Celine Dion.

Í The Resident leikur Swank lækni sem flytur inn í þakíbúð í Brooklyn. Eftir grunsemdir um að hún sé ekki ein í íbúðinni kemst hún að því að leigusalinn hennar er með hana á heilanum og fylgist með hverju fótspori hennar.

Áður en Swank leikur í myndinni sést hún á hvíta tjaldinu í Amelia þar sem hún leikur á móti Richard Gere og Ewan McGregor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.