Töffarinn og nördinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. október 2008 06:30 Þetta líf er svo skrykkjótt og ófyrirsjáanlegt að jafnvel gengi krónunnar virðist vera taminn flokksgæðingur í samanburði. En samt sem áður hefði ég átt að hafa séð fyrir hvernig færi fyrir bönkunum. Lífið var nefnilega búið að kenna mér eina lexíu en svo hef ég greinilega fallið þegar spurt var út í hana til prófs. Ég vorkenndi nefnilega alltaf nördunum þegar ég var í gagnfræðaskóla. Ég man hvernig mesti töffarinn sagði nördinum mikla að halda á skólatöskunni fyrir sig milli stofa. Ekki nóg með það heldur leyfði hann sér að taka í nördseyrað og segja af honum fíflasögur, viðstöddum til mikillar skemmtunar. „Nei, ekki gera þetta, svona hættu," hvíslaði greyið á meðan á þessari aftöku andans stóð. Tíu árum síðar sá ég leiðir þessara fornu bekkjarfélaga liggja saman aftur. Þá var nördinn enn og aftur að hlýða töffaranum gamla sem sagði: „Aðeins til hægri, áfram, stopp!" Hinn gamli nörd stöðvaði þá rándýran Bensinn, steig út og sagði: „Verðið þið ekki fljótir að þessu?" Hann var nefnilega önnum kafinn í tölvubransanum. Gamli töffarinn sagðist nú halda það og byrjaði að skrúfa hjólin af. Síðan veit ég ekki hvað lífið gerði við þá. Hvernig gat mér yfirsést, eftir þessa lexíu, að einn daginn ætti samband mitt og útrásarvíkinganna eftir að taka stakkaskiptum. Það kom nú aldrei fyrir að Björgólfur eða nokkur þeirra tæki í eyrað á mér eða bæði mig um að bera skjalatöskuna niður í banka. En ég öfundaði þessa menn fram úr hófi, satt best að segja. Sérstaklega þegar þeir voru að skjótast milli staða á einkaþotu meðan ég var að velta því fyrir mér hvort ég kæmist til Lundúna með lággjaldaflugfélagi. Eins njóta stórefnamenn oft mikillar kvenhylli og við sem höfum úr minna að moða hljótum að öfunda þá af þeim sökum. En nú horfi ég á hvern auðkýfinginn á fætur öðrum með áhyggjur heimsins, eða alla vega landsins, á herðum sér. Það krælir ekkert á öfundinni hjá mér. Það hlakkar heldur ekki í mér, síður en svo; Þórðargleði er ekki mín kátína. En áhyggjur mínar vegna smá yfirdráttar verða allt í einu hjákátlegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Þetta líf er svo skrykkjótt og ófyrirsjáanlegt að jafnvel gengi krónunnar virðist vera taminn flokksgæðingur í samanburði. En samt sem áður hefði ég átt að hafa séð fyrir hvernig færi fyrir bönkunum. Lífið var nefnilega búið að kenna mér eina lexíu en svo hef ég greinilega fallið þegar spurt var út í hana til prófs. Ég vorkenndi nefnilega alltaf nördunum þegar ég var í gagnfræðaskóla. Ég man hvernig mesti töffarinn sagði nördinum mikla að halda á skólatöskunni fyrir sig milli stofa. Ekki nóg með það heldur leyfði hann sér að taka í nördseyrað og segja af honum fíflasögur, viðstöddum til mikillar skemmtunar. „Nei, ekki gera þetta, svona hættu," hvíslaði greyið á meðan á þessari aftöku andans stóð. Tíu árum síðar sá ég leiðir þessara fornu bekkjarfélaga liggja saman aftur. Þá var nördinn enn og aftur að hlýða töffaranum gamla sem sagði: „Aðeins til hægri, áfram, stopp!" Hinn gamli nörd stöðvaði þá rándýran Bensinn, steig út og sagði: „Verðið þið ekki fljótir að þessu?" Hann var nefnilega önnum kafinn í tölvubransanum. Gamli töffarinn sagðist nú halda það og byrjaði að skrúfa hjólin af. Síðan veit ég ekki hvað lífið gerði við þá. Hvernig gat mér yfirsést, eftir þessa lexíu, að einn daginn ætti samband mitt og útrásarvíkinganna eftir að taka stakkaskiptum. Það kom nú aldrei fyrir að Björgólfur eða nokkur þeirra tæki í eyrað á mér eða bæði mig um að bera skjalatöskuna niður í banka. En ég öfundaði þessa menn fram úr hófi, satt best að segja. Sérstaklega þegar þeir voru að skjótast milli staða á einkaþotu meðan ég var að velta því fyrir mér hvort ég kæmist til Lundúna með lággjaldaflugfélagi. Eins njóta stórefnamenn oft mikillar kvenhylli og við sem höfum úr minna að moða hljótum að öfunda þá af þeim sökum. En nú horfi ég á hvern auðkýfinginn á fætur öðrum með áhyggjur heimsins, eða alla vega landsins, á herðum sér. Það krælir ekkert á öfundinni hjá mér. Það hlakkar heldur ekki í mér, síður en svo; Þórðargleði er ekki mín kátína. En áhyggjur mínar vegna smá yfirdráttar verða allt í einu hjákátlegar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun