Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu 25. nóvember 2008 10:00 Máney Eva Einarsdóttir er ung listakona sem leirar listaverk handa sínum nánustu í jólagjafir. Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá. „Mér finnst skemmtilegt að gefa handgerðar gjafir því þær eru svo persónulegar og þeir sem hafa fengið jólahús frá mér hafa orðið mjög glaðir,“ segir Máney Eva Einarsdóttir, þrettán ára listakona í Álftamýrar-skóla um dýrindis jólahús og jólafígúrur úr Fimo-leir sem hún hóf að gefa sínum nánustu um síðustu jól.Jólahús Máneyjar Evu með jólasnjó, jólasveinum, jólatrjám og öllu sem gerir jólin svo yndislega ævintýraleg.„Hálfmamma mín kynnti mig fyrir Fimo-leir fyrir einu og hálfu ári, en það er bökunarleir sem harðnar eftir hálftíma bakstur í ofni. Þá byrjaði ég að móta litla karla og smám saman þróaðist þetta í ýmislegt, allt frá múffum og öðrum mat, yfir í Elvis Presley, víkinga, frumskógardýr og jólasveina,“ segir Máney Eva sem á tvo fleytifulla kistla af undurfagurri listasmíð sem öll er sköpuð af hennar listræna hug og hendi. „Ég hef eiginlega verið að leira síðan við vinkona mín fengum leirkassa þegar við vorum átta ára en þá leiruðum við heilt þorp upp úr kössunum. Ég býst við að listsköpun verði samt bara áhugamál hjá mér þegar ég verð eldri, því mig langar annaðhvort að verða dýralæknir eða fornleifafræðingur,“ segir Máney Eva sem kom foreldrum sínum ánægjulega á óvart um síðustu jól. „Hugmyndin að jólahúsinu kom frá frænku minni eftir að hún hafði séð eftirlíkingu af sumarhúsinu okkar sem ég leiraði einu sinni og stendur þar til skrauts, en einnig alla litlu karlana mína. Hún bað mig því að leira handa sér jólahús með jólasveinum, og ég ákvað að prófa, því leirinn hefur svo mikla möguleika. Frænka fékk svo eitt stykki jólahús í jólagjöf, eins og mamma og pabbi, en hvorugt þeirra grunaði neitt, því ég leiraði húsið hans pabba hjá mömmu og hús mömmu hjá pabba,“ segir Máney Eva sem þessa dagana er í óðaönn að leira jólahús sem lenda eiga í óvæntum jólapökkum. „Það tekur mig tvö kvöld að gera eitt hús og fer í það mikill leir. Ég kemst því ekki yfir nema visst mikið með heimalærdómnum, en hver veit hvað ég enda með. Þetta er ekki svo erfitt; bara mikil handavinna og eina áhaldið sem ég nota er hnífur.“Kóngurinn Elvis Presley uppáklæddur í samfesting, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Máneyju Evu. Föndur Jólaskraut Krakkar Mest lesið Var stundum kallaður Jesús Jólin Gömul þula um Grýlubörn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Teymi styrkir Neistann Jól Matarstell fyrir fjóra (16 stykki) - Tilboð 3.493 kr. (verð áður 4.990 kr.) Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum Jól Öðru vísi jólaverslun Jól
Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá. „Mér finnst skemmtilegt að gefa handgerðar gjafir því þær eru svo persónulegar og þeir sem hafa fengið jólahús frá mér hafa orðið mjög glaðir,“ segir Máney Eva Einarsdóttir, þrettán ára listakona í Álftamýrar-skóla um dýrindis jólahús og jólafígúrur úr Fimo-leir sem hún hóf að gefa sínum nánustu um síðustu jól.Jólahús Máneyjar Evu með jólasnjó, jólasveinum, jólatrjám og öllu sem gerir jólin svo yndislega ævintýraleg.„Hálfmamma mín kynnti mig fyrir Fimo-leir fyrir einu og hálfu ári, en það er bökunarleir sem harðnar eftir hálftíma bakstur í ofni. Þá byrjaði ég að móta litla karla og smám saman þróaðist þetta í ýmislegt, allt frá múffum og öðrum mat, yfir í Elvis Presley, víkinga, frumskógardýr og jólasveina,“ segir Máney Eva sem á tvo fleytifulla kistla af undurfagurri listasmíð sem öll er sköpuð af hennar listræna hug og hendi. „Ég hef eiginlega verið að leira síðan við vinkona mín fengum leirkassa þegar við vorum átta ára en þá leiruðum við heilt þorp upp úr kössunum. Ég býst við að listsköpun verði samt bara áhugamál hjá mér þegar ég verð eldri, því mig langar annaðhvort að verða dýralæknir eða fornleifafræðingur,“ segir Máney Eva sem kom foreldrum sínum ánægjulega á óvart um síðustu jól. „Hugmyndin að jólahúsinu kom frá frænku minni eftir að hún hafði séð eftirlíkingu af sumarhúsinu okkar sem ég leiraði einu sinni og stendur þar til skrauts, en einnig alla litlu karlana mína. Hún bað mig því að leira handa sér jólahús með jólasveinum, og ég ákvað að prófa, því leirinn hefur svo mikla möguleika. Frænka fékk svo eitt stykki jólahús í jólagjöf, eins og mamma og pabbi, en hvorugt þeirra grunaði neitt, því ég leiraði húsið hans pabba hjá mömmu og hús mömmu hjá pabba,“ segir Máney Eva sem þessa dagana er í óðaönn að leira jólahús sem lenda eiga í óvæntum jólapökkum. „Það tekur mig tvö kvöld að gera eitt hús og fer í það mikill leir. Ég kemst því ekki yfir nema visst mikið með heimalærdómnum, en hver veit hvað ég enda með. Þetta er ekki svo erfitt; bara mikil handavinna og eina áhaldið sem ég nota er hnífur.“Kóngurinn Elvis Presley uppáklæddur í samfesting, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Máneyju Evu.
Föndur Jólaskraut Krakkar Mest lesið Var stundum kallaður Jesús Jólin Gömul þula um Grýlubörn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Teymi styrkir Neistann Jól Matarstell fyrir fjóra (16 stykki) - Tilboð 3.493 kr. (verð áður 4.990 kr.) Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum Jól Öðru vísi jólaverslun Jól