Bailey: Leikmenn skilja ástandið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2008 16:00 Damon Bailey, leikmaður Grindavíkur. Mynd/BB Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira