Bíó og sjónvarp

Riches á hvíta tjaldið

Eddie Izzard og Minnie Driver.
Eddie Izzard og Minnie Driver.
Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir.

The Riches voru tilnefndir til Golden Globe- og Emmy-verðlaunanna og fjölluðu um fjölskyldu sem hafði lifibrauð sitt af því að svindla á öðru fólki. „Við funduðum og handritshöfundarnir ætla að búa til sögu," sagði Izzard við BBC. „Við ætlum að safna pening eins og Barack Obama gerði í gegnum netið og við ætlum að taka upp að hætti skæruliða. Við ætlum að mæta á staðinn og taka upp án þess kannski að hafa leyfi fyrir því."

Izzard dvelur þessa dagana í London þar sem uppistandssýning hans, Stripped, fer fram. Hann játar að núna sé ekki besti tíminn fyrir sjálfstæða framleiðendur eins og hann til að safna fyrir nýju myndinni. „Það er erfitt að ná í pening og þess vegna þarf maður að beita nýjum ráðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.