Tökum þetta bara viku fyrir viku 30. apríl 2008 00:01 Frá helgafellslandi Götur malbikaðar og staurar risnir, en fátt um nýbyggingar enn sem komið er. Margar lóðir á svæðinu, og raunar víðar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið seldar, en núna er salan dræm. Markaðurinn/Pjetur Það hefði sjálfsagt orðið hraðari uppbygging væri ástandið í efnahagsmálunum betra,“ segir Hannes Sigurgeirsson, hjá Helgafellsbyggingum ehf. Fyrirtækið hefur skipulagt og reisir íbúðahverfi í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. „Það er svolítil lægð í sölu,“ segir Hannes um lóðirnar í hverfinu, en það komi ekki að sök, þar sem menn hafi frekar verið á undan áætlun í sölu en hitt. „Það er ekki stopp, en það er hægara núna.“ Til stendur að reisa yfir eitt þúsund íbúðir, í einbýli, rað-, par- og fjölbýlishúsum í hverfinu, í nokkrum áföngum.Blikur á lofti í byggingariðnaðiÁstandið í húsbyggingum og á fasteignamarkaði þykir ekki gott. Fram hefur komið að stórlega hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði. Spáð er mikilli lækkun fasteignaverðs næstu mánuðum og vextir eru þeir hæstu sem verið hafa í mörg ár.Steypustöðin Mest, sem hefur höfuðstöðvar í Hafnarfirði en selur steypu á öllu höfuðborgarsvæðinu, hefur gripið til fjöldauppsagna og segir upp 30 starfsmönnum nú um mánaðamótin.Á undanförnum mánuðum hefur nokkrum tugum starfsmanna þegar verið sagt upp, sem rekja má til samdráttar í byggingariðnaðinum. Forstjóri Mest segir að nánast sé ómögulegt að fá skammtímafjármagn hjá lánastofnunum til að létta róðurinn. Hlutafjáraukning dugi ekki til. Þá hafa þegar heyrst fréttir af því að erlendum starfsmönnum verktaka hafi verið sagt upp í stórum hópum. Þá segist Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, gera ráð fyrir fjöldauppsögnum í byggingariðnaði, komi fé ekki inn á fasteignamarkaðinn fljótlega. Ástandið hafi ekki verið verra á þessu sviði í meira en áratug.„Vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar er því ekkert einkamál þeirra sem þar starfa,” segir Árni. Hann segist ekki gera sér grein fyrir hvenær þessar uppsagnir verða eða hve margir missu vinnuna. „Næsta haust verður mjög erfitt,” segir Árni og bætir við að vonandi hafi framkvæmdir við álver í Helguvík jákvæð áhrif.Vika í sennÍ Helgafellslandinu er nóg að gera við einu stóru húsbygginguna á svæðínu. Þar reisir fyrirtækið Pálmatré íbúðablokk með 24 íbúðum. Blokkin hefur verið steypt upp að megninu til. Pálmi Pálson, eigandi fyrirtækisins, segir að íbúðir þar verði tilbúnar til afhendingar með haustinu. Mikið er nú rætt um að bankar haldi að sér höndum gagnvart verktökum. Jafnvel stöndugir verktakar fái ekki lán fyrir framhaldi á verkum sem þegar eru hafin. Hvernig er staðan hjá Pálma? „Við tökum þetta bara með ró, viku fyrir viku,“ segir hann og bætir því við að eins og er sé lítið um aðrar byggingaframkvæmdir í Helgafellslandinu. „Það er lítið farið í gang.“ Það staðreyndi blaðamaður sem fór um svæðið í upphafi vikunnar. Götur hafa verið malbikaðar, grunnar grafnir og lagnir lagðar, en fátt annað risið en blokkin eina, auk þess sem Mosfellsbær hefur látið reisa nokkrar bráðabirgðaskólastofur á svæðínu. Það er timburhús. Hannes Sigurgeirsson tekur fram að öll svæði þar sem lóðir hafa farið í sölu séu tilbúnar. erfitt hjá þeim sem byrja núna„Ég er búinn að selja nánast allar lóðir og hverfið er nánast tilbúið,“ segir Bjarni Guðmundsson, sem stendur fyrir byggingu íbúðahverfis í Leirvogstungulandi í Mosfellsbæ, milli Köldukvíslar og Leirvogsár. Þar verða reistar yfir 400 íbúðir.„Við höfum selt fjórar af hverjum fimm lóðum á um það bil einu og hálfu ári,“ segir Bjarni. Fólkið sem keypti í Leirvogstungu hafi komið inn á góðum tíma, gagnvart bönkunum. „En því er ekki að neita að róðurinn verður þungur hjá þeim sem eru að fara af stað í dag,“ Bætir Bjarni við. Hann kannast lítt við að nokkur hafi lent í vandræðum með húsbyggingar í Leirvogstungu. „Þetta eru kannski nokkur hús sem maður hefur séð að menn hafi frestað, en yfirleitt er þetta ekki neitt mál,“ segir Bjarni og bendir á að flestir sem þar standa í byggingum séu einstaklingar.Töluvert meira líf var í Leirvogstungu en í Helgafelli þegar blaðamaður fór þar um. Unnið í mörgum húsum, auk þess sem starfsmenn Ístaks vinna margir að gatnagerð og jarðvinnu. Hins vegar voru þar mörg hús hálfkláruð, þar sem enginn sást við störf. Mannfæð kynni í einhverjum tilvikum að skýrast af því að blaðamaður var þarna á ferðinni á vinnutíma. En í sumum tilvikum virtist lítið hafa verið hreyft við um nokkurt skeið. Þeir sem blaðamaður sá þarna að störfum vildu lítt ræða stöðu mála í hverfinu við blaðmann. Báru ýmist fyrir sig lítilli íslenskukunnáttu, eða kusu heldur að ræða önnur mál.Í samningum Mosfellsbæjar við Leirvogstungu ehf. og Helgafellsbyggingar eru fyrirvarar um framkvæmdahraða. Þannig mega þessir aðilar hægja á þyki fjárhags- og markaðsaðstæður óhagkvæmar.mannfæð á framkvæmdasvæðiBlaðamaður fór um Vallarhverfi í Hafnarfirði, nálægt álverinu í Straumsvík. Þar hafa þegar risið fjölmargar íbúðablokkir, auk ýmiss atvinnuhúsnæðiss og verslunar-. Þegar ekið er í suðurátt, inni í hverfinu, má meðal annars líta barnavagna á svölum, eða útigrill. Eftir því sem sunnar er farið, verður hins vegar meira um nýbyggingar.Enda þótt gatnakerfið þarna virðist vera fullbúið, götur malbikaðar og jafnvel komnir upp ljósastaurar, er mis mikið um að vera við húsbyggingar.Sums staðar er unnið að kappi og margir við störf. Annars staðar er minna í gangi.Í sumum tilvikum sjást aðeins grunnar. Sums staðar hafa útveggir verið steyptir og stundum komið á þá þak. Víða er búið að glerja. Hér er eingöngu rætt um íbúðarhúsnæði.120 lóðum var úthlutað á Völlunum fyrir skömmu. Nú er komið að gjalddaga. Um fimmtán prósentum lóðanna hefur þegar verið skilað til bæjarins, allt einbýlishúsalóðir. Þetta er mun meira en verið hefur undanfarið og þykir enn eitt merkið um samdráttinn.Lóðum skilað til ReykjavíkurReykjavík stefnir að því að fólk byggi nýtt hverfi undir hlíðum Úlfarsfells. Þar hefur hundruðum lóða verið úthlutað, einkum einbýlishúsalóðum. Þarna eru tvö hverfi í undirbúningi. Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás. Þar hefur bæði verið úthlutað lóðum undir fjölbýlishús, en þó einkum einbýlis, par- og raðhúsalóðum.Í fyrrasumar var úthlutað 115 lóðum í Úlfarsárdal, með byggingarétti fyrir tæplega 400 íbúðum. Hrólfur Jónsson, yfirmaður framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að úr þeirri úthlutun hafi þrettán lóðum verið skilað. Allar lóðirnar hafi verið einbýlishúsalóðir.Fjölmörgum lóðum hafi nýlega verið úthlutað við Reynisvatnsás; 56 einbýlishúsalóðum og þrettán fyrir raðhús og parhús. Af þeim hafi tólf lóðum verið skilað.Samtals hefur því 25 lóðum verið skilað í þessu eina hverfi. Hrólfur Jónsson bendir á að hluta lóðanna við Reynisvatnsás hafi þegar verið endurúthlutað. „Svo vitum við að beðið er eftir lóðum á svæðinu.“ En hvers vegna skilar fólk lóðum? „Í flestum tilvikum er það svo að fólk nær ekki að fjármagna lóðakaupin. Bankarnir eru ekki tilbúnir til að lána nema á mun lakari kjörum en áður. Þetta er megin skýringin.“Frekari hverfi í undirbúningiVerktakafyrirtækið Eykt vinnur að undirbúningi fyrir íbúðahverfi í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Ekki mun vera á dagskrá að hefja þar framkvæmdir fyrr en á næsta ári. Einnig er framkvæmt víðar á höfuðborgarsvæðinu, svosem í Norðlingaholti í Reykjavík, 101 skuggahverfi, í uppsveitum Kópavogs nálægt Elliðavatni og víðar.Greiningardeild Kaupþings sagði í skýrslu um fasteignamarkaðinn í haust, að hugsanlega hefði framboð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu náð hármarki í fyrra. Vísbendingar hafi verið um að hægt hafi á íbúðamarkaði, en verktakar fremur einbeitt sér að verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fram hefur komið að velta á fasteignamarkaði er með minnsta móti, sumir segja frost. Því má telja óvíst að allt það íbúðarhúsnæði sem nú er í byggingu seljist svo glatt, enda þótt alltaf verði einhver þörf fyrir húsnæði, þótt ekki sé nema vegna þess að þjóðinni fjölgar, og flestir búa nú í eða við höfuðborgina. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það hefði sjálfsagt orðið hraðari uppbygging væri ástandið í efnahagsmálunum betra,“ segir Hannes Sigurgeirsson, hjá Helgafellsbyggingum ehf. Fyrirtækið hefur skipulagt og reisir íbúðahverfi í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. „Það er svolítil lægð í sölu,“ segir Hannes um lóðirnar í hverfinu, en það komi ekki að sök, þar sem menn hafi frekar verið á undan áætlun í sölu en hitt. „Það er ekki stopp, en það er hægara núna.“ Til stendur að reisa yfir eitt þúsund íbúðir, í einbýli, rað-, par- og fjölbýlishúsum í hverfinu, í nokkrum áföngum.Blikur á lofti í byggingariðnaðiÁstandið í húsbyggingum og á fasteignamarkaði þykir ekki gott. Fram hefur komið að stórlega hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði. Spáð er mikilli lækkun fasteignaverðs næstu mánuðum og vextir eru þeir hæstu sem verið hafa í mörg ár.Steypustöðin Mest, sem hefur höfuðstöðvar í Hafnarfirði en selur steypu á öllu höfuðborgarsvæðinu, hefur gripið til fjöldauppsagna og segir upp 30 starfsmönnum nú um mánaðamótin.Á undanförnum mánuðum hefur nokkrum tugum starfsmanna þegar verið sagt upp, sem rekja má til samdráttar í byggingariðnaðinum. Forstjóri Mest segir að nánast sé ómögulegt að fá skammtímafjármagn hjá lánastofnunum til að létta róðurinn. Hlutafjáraukning dugi ekki til. Þá hafa þegar heyrst fréttir af því að erlendum starfsmönnum verktaka hafi verið sagt upp í stórum hópum. Þá segist Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, gera ráð fyrir fjöldauppsögnum í byggingariðnaði, komi fé ekki inn á fasteignamarkaðinn fljótlega. Ástandið hafi ekki verið verra á þessu sviði í meira en áratug.„Vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar er því ekkert einkamál þeirra sem þar starfa,” segir Árni. Hann segist ekki gera sér grein fyrir hvenær þessar uppsagnir verða eða hve margir missu vinnuna. „Næsta haust verður mjög erfitt,” segir Árni og bætir við að vonandi hafi framkvæmdir við álver í Helguvík jákvæð áhrif.Vika í sennÍ Helgafellslandinu er nóg að gera við einu stóru húsbygginguna á svæðínu. Þar reisir fyrirtækið Pálmatré íbúðablokk með 24 íbúðum. Blokkin hefur verið steypt upp að megninu til. Pálmi Pálson, eigandi fyrirtækisins, segir að íbúðir þar verði tilbúnar til afhendingar með haustinu. Mikið er nú rætt um að bankar haldi að sér höndum gagnvart verktökum. Jafnvel stöndugir verktakar fái ekki lán fyrir framhaldi á verkum sem þegar eru hafin. Hvernig er staðan hjá Pálma? „Við tökum þetta bara með ró, viku fyrir viku,“ segir hann og bætir því við að eins og er sé lítið um aðrar byggingaframkvæmdir í Helgafellslandinu. „Það er lítið farið í gang.“ Það staðreyndi blaðamaður sem fór um svæðið í upphafi vikunnar. Götur hafa verið malbikaðar, grunnar grafnir og lagnir lagðar, en fátt annað risið en blokkin eina, auk þess sem Mosfellsbær hefur látið reisa nokkrar bráðabirgðaskólastofur á svæðínu. Það er timburhús. Hannes Sigurgeirsson tekur fram að öll svæði þar sem lóðir hafa farið í sölu séu tilbúnar. erfitt hjá þeim sem byrja núna„Ég er búinn að selja nánast allar lóðir og hverfið er nánast tilbúið,“ segir Bjarni Guðmundsson, sem stendur fyrir byggingu íbúðahverfis í Leirvogstungulandi í Mosfellsbæ, milli Köldukvíslar og Leirvogsár. Þar verða reistar yfir 400 íbúðir.„Við höfum selt fjórar af hverjum fimm lóðum á um það bil einu og hálfu ári,“ segir Bjarni. Fólkið sem keypti í Leirvogstungu hafi komið inn á góðum tíma, gagnvart bönkunum. „En því er ekki að neita að róðurinn verður þungur hjá þeim sem eru að fara af stað í dag,“ Bætir Bjarni við. Hann kannast lítt við að nokkur hafi lent í vandræðum með húsbyggingar í Leirvogstungu. „Þetta eru kannski nokkur hús sem maður hefur séð að menn hafi frestað, en yfirleitt er þetta ekki neitt mál,“ segir Bjarni og bendir á að flestir sem þar standa í byggingum séu einstaklingar.Töluvert meira líf var í Leirvogstungu en í Helgafelli þegar blaðamaður fór þar um. Unnið í mörgum húsum, auk þess sem starfsmenn Ístaks vinna margir að gatnagerð og jarðvinnu. Hins vegar voru þar mörg hús hálfkláruð, þar sem enginn sást við störf. Mannfæð kynni í einhverjum tilvikum að skýrast af því að blaðamaður var þarna á ferðinni á vinnutíma. En í sumum tilvikum virtist lítið hafa verið hreyft við um nokkurt skeið. Þeir sem blaðamaður sá þarna að störfum vildu lítt ræða stöðu mála í hverfinu við blaðmann. Báru ýmist fyrir sig lítilli íslenskukunnáttu, eða kusu heldur að ræða önnur mál.Í samningum Mosfellsbæjar við Leirvogstungu ehf. og Helgafellsbyggingar eru fyrirvarar um framkvæmdahraða. Þannig mega þessir aðilar hægja á þyki fjárhags- og markaðsaðstæður óhagkvæmar.mannfæð á framkvæmdasvæðiBlaðamaður fór um Vallarhverfi í Hafnarfirði, nálægt álverinu í Straumsvík. Þar hafa þegar risið fjölmargar íbúðablokkir, auk ýmiss atvinnuhúsnæðiss og verslunar-. Þegar ekið er í suðurátt, inni í hverfinu, má meðal annars líta barnavagna á svölum, eða útigrill. Eftir því sem sunnar er farið, verður hins vegar meira um nýbyggingar.Enda þótt gatnakerfið þarna virðist vera fullbúið, götur malbikaðar og jafnvel komnir upp ljósastaurar, er mis mikið um að vera við húsbyggingar.Sums staðar er unnið að kappi og margir við störf. Annars staðar er minna í gangi.Í sumum tilvikum sjást aðeins grunnar. Sums staðar hafa útveggir verið steyptir og stundum komið á þá þak. Víða er búið að glerja. Hér er eingöngu rætt um íbúðarhúsnæði.120 lóðum var úthlutað á Völlunum fyrir skömmu. Nú er komið að gjalddaga. Um fimmtán prósentum lóðanna hefur þegar verið skilað til bæjarins, allt einbýlishúsalóðir. Þetta er mun meira en verið hefur undanfarið og þykir enn eitt merkið um samdráttinn.Lóðum skilað til ReykjavíkurReykjavík stefnir að því að fólk byggi nýtt hverfi undir hlíðum Úlfarsfells. Þar hefur hundruðum lóða verið úthlutað, einkum einbýlishúsalóðum. Þarna eru tvö hverfi í undirbúningi. Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás. Þar hefur bæði verið úthlutað lóðum undir fjölbýlishús, en þó einkum einbýlis, par- og raðhúsalóðum.Í fyrrasumar var úthlutað 115 lóðum í Úlfarsárdal, með byggingarétti fyrir tæplega 400 íbúðum. Hrólfur Jónsson, yfirmaður framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að úr þeirri úthlutun hafi þrettán lóðum verið skilað. Allar lóðirnar hafi verið einbýlishúsalóðir.Fjölmörgum lóðum hafi nýlega verið úthlutað við Reynisvatnsás; 56 einbýlishúsalóðum og þrettán fyrir raðhús og parhús. Af þeim hafi tólf lóðum verið skilað.Samtals hefur því 25 lóðum verið skilað í þessu eina hverfi. Hrólfur Jónsson bendir á að hluta lóðanna við Reynisvatnsás hafi þegar verið endurúthlutað. „Svo vitum við að beðið er eftir lóðum á svæðinu.“ En hvers vegna skilar fólk lóðum? „Í flestum tilvikum er það svo að fólk nær ekki að fjármagna lóðakaupin. Bankarnir eru ekki tilbúnir til að lána nema á mun lakari kjörum en áður. Þetta er megin skýringin.“Frekari hverfi í undirbúningiVerktakafyrirtækið Eykt vinnur að undirbúningi fyrir íbúðahverfi í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Ekki mun vera á dagskrá að hefja þar framkvæmdir fyrr en á næsta ári. Einnig er framkvæmt víðar á höfuðborgarsvæðinu, svosem í Norðlingaholti í Reykjavík, 101 skuggahverfi, í uppsveitum Kópavogs nálægt Elliðavatni og víðar.Greiningardeild Kaupþings sagði í skýrslu um fasteignamarkaðinn í haust, að hugsanlega hefði framboð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu náð hármarki í fyrra. Vísbendingar hafi verið um að hægt hafi á íbúðamarkaði, en verktakar fremur einbeitt sér að verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fram hefur komið að velta á fasteignamarkaði er með minnsta móti, sumir segja frost. Því má telja óvíst að allt það íbúðarhúsnæði sem nú er í byggingu seljist svo glatt, enda þótt alltaf verði einhver þörf fyrir húsnæði, þótt ekki sé nema vegna þess að þjóðinni fjölgar, og flestir búa nú í eða við höfuðborgina.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira