Sjávarútvegurinn Þorsteinn Pálsson skrifar 9. desember 2008 16:56 Umræðan um Evrópusambandsaðildina getur enn þróast í tvær áttir. Hún getur dýpkað í breitt málefnalegt mat á heildarhagsmunum. Hitt getur líka gerst að hún einfaldist í farvegi yfirborðskenndra slagorða. Svarnir andstæðingar Evrópusambandsins fullyrða nú að spurningin sé bara ein: Á að gefa útlendingum fiskimiðin eða ekki? Veruleikinn er hins vegar flóknari.Hagsmunir sjávarútvegsins hljóta þó eðli máls samkvæmt að vera stærsta og slungnasta álitaefnið. Bankahrunið hefur gert Evrópusambandsaðild brýnni en áður. Endanlegt hrun krónunnar ræður þar mestu um. Á hinn bóginn er ljóst að aðildarsamningar verða að sumu leyti snúnari eftir hrunið en fyrir. Ástæðan er sú að vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum vex á ný. Sú staðreynd kallar á mikla árvekni um þá hagsmuni.Hér er á margt að líta. Sjávarútvegurinn er algjörlega háður stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu. Frjáls aðgangur að Evrópumarkaðnum skiptir þar mestu máli. Sjávarútvegurinn varð fyrstur atvinnugreina til að losa um fjötra krónunnar. Launakostnaður útgerðarinnar hefur lengst af verið óbeint tengdur erlendum viðskiptamyntum. Löngu áður en aðrar atvinnugreinar nutu frelsis í gjaldeyrismálum fékk sjávarútvegurinn að taka afurðalán í erlendri mynt.Fullyrða má að fjármálastöðugleiki ráði úrslitum um vöxt og viðgang sjávarútvegs á Íslandi. Nú er fullreynt að þær aðstæður verða ekki til með krónu. Hún er einfaldlega ekki samkeppnisfær. Sannfærandi rök hafa enn ekki verið færð fyrir því að tryggja megi varanlegan stöðugleika með einhliða upptöku annarrar myntar. Í þessu ljósi styrkir Evrópusambandsaðild verulega stöðu sjávarútvegsins.Þá kemur að hinni spurningunni: Felur aðild sjálfkrafa í sér afsal fiskveiðiauðlindarinnar? Við mat á því þarf bæði að vega og meta form og efni gildandi skipunar á þessu sviði. Reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika tryggir að aðildarþjóðirnar halda öllum veiðiheimildum sem þær hafa haft. Með því að hér hafa engar aðrar þjóðir veitt um langan tíma á engin önnur þjóð tilkall til veiðiheimilda.Hitt er svo rétt að fræðilega má breyta slíkri skipan mála. Engin dæmi eru hins vegar um að gengið hafi verið gegn svo ríkum hagsmunum einnar aðildarþjóðar. Hér þarf vitaskuld aðgæslu við. Ekki verður þó séð að veruleg hætta sé á ferðum. Íslenskar rannsóknir verða áfram grundvöllur veiðiráðgjafar. Eftirlit verður óbreytt. Alþingi ákveður eftir sem áður hvers kyns fiskveiðistjórnun gildir.Samningar um veiðar úr deilistofnum utan lögsögu flytjast til Evrópusambandsins. Það er breyting. Stærstu hagsmunirnir á þessu sviði eru þegar samningsbundnir. Með aðild þarf Ísland hins vegar að gæta þessara hagsmuna sinna innan sambandsins. Engin sterk rök benda til að staða Íslands verði við það verri en verið hefur.Þessi atriði eru ekki einföld. Þau þarf að brjóta til mergjar. Best væri að sjávarútvegurinn sjálfur tæki þátt í að koma fram með gildar hugmyndir til varnar eigin hagsmunum. Því er ekki að heilsa nú. Kjósi sjávarútvegurinn að standa utan við djúpt og breitt hagsmunamat verður svo að vera. En það bætir ekki umræðuna og styrkir ekki stöðu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun
Umræðan um Evrópusambandsaðildina getur enn þróast í tvær áttir. Hún getur dýpkað í breitt málefnalegt mat á heildarhagsmunum. Hitt getur líka gerst að hún einfaldist í farvegi yfirborðskenndra slagorða. Svarnir andstæðingar Evrópusambandsins fullyrða nú að spurningin sé bara ein: Á að gefa útlendingum fiskimiðin eða ekki? Veruleikinn er hins vegar flóknari.Hagsmunir sjávarútvegsins hljóta þó eðli máls samkvæmt að vera stærsta og slungnasta álitaefnið. Bankahrunið hefur gert Evrópusambandsaðild brýnni en áður. Endanlegt hrun krónunnar ræður þar mestu um. Á hinn bóginn er ljóst að aðildarsamningar verða að sumu leyti snúnari eftir hrunið en fyrir. Ástæðan er sú að vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum vex á ný. Sú staðreynd kallar á mikla árvekni um þá hagsmuni.Hér er á margt að líta. Sjávarútvegurinn er algjörlega háður stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu. Frjáls aðgangur að Evrópumarkaðnum skiptir þar mestu máli. Sjávarútvegurinn varð fyrstur atvinnugreina til að losa um fjötra krónunnar. Launakostnaður útgerðarinnar hefur lengst af verið óbeint tengdur erlendum viðskiptamyntum. Löngu áður en aðrar atvinnugreinar nutu frelsis í gjaldeyrismálum fékk sjávarútvegurinn að taka afurðalán í erlendri mynt.Fullyrða má að fjármálastöðugleiki ráði úrslitum um vöxt og viðgang sjávarútvegs á Íslandi. Nú er fullreynt að þær aðstæður verða ekki til með krónu. Hún er einfaldlega ekki samkeppnisfær. Sannfærandi rök hafa enn ekki verið færð fyrir því að tryggja megi varanlegan stöðugleika með einhliða upptöku annarrar myntar. Í þessu ljósi styrkir Evrópusambandsaðild verulega stöðu sjávarútvegsins.Þá kemur að hinni spurningunni: Felur aðild sjálfkrafa í sér afsal fiskveiðiauðlindarinnar? Við mat á því þarf bæði að vega og meta form og efni gildandi skipunar á þessu sviði. Reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika tryggir að aðildarþjóðirnar halda öllum veiðiheimildum sem þær hafa haft. Með því að hér hafa engar aðrar þjóðir veitt um langan tíma á engin önnur þjóð tilkall til veiðiheimilda.Hitt er svo rétt að fræðilega má breyta slíkri skipan mála. Engin dæmi eru hins vegar um að gengið hafi verið gegn svo ríkum hagsmunum einnar aðildarþjóðar. Hér þarf vitaskuld aðgæslu við. Ekki verður þó séð að veruleg hætta sé á ferðum. Íslenskar rannsóknir verða áfram grundvöllur veiðiráðgjafar. Eftirlit verður óbreytt. Alþingi ákveður eftir sem áður hvers kyns fiskveiðistjórnun gildir.Samningar um veiðar úr deilistofnum utan lögsögu flytjast til Evrópusambandsins. Það er breyting. Stærstu hagsmunirnir á þessu sviði eru þegar samningsbundnir. Með aðild þarf Ísland hins vegar að gæta þessara hagsmuna sinna innan sambandsins. Engin sterk rök benda til að staða Íslands verði við það verri en verið hefur.Þessi atriði eru ekki einföld. Þau þarf að brjóta til mergjar. Best væri að sjávarútvegurinn sjálfur tæki þátt í að koma fram með gildar hugmyndir til varnar eigin hagsmunum. Því er ekki að heilsa nú. Kjósi sjávarútvegurinn að standa utan við djúpt og breitt hagsmunamat verður svo að vera. En það bætir ekki umræðuna og styrkir ekki stöðu hans.