Vandinn lá í stefnunni Sighvatur Björgvinsson skrifar 29. nóvember 2008 06:00 Umræðan Bankahrunið Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir sökudólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstaklingum. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land-Cruser jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlöndum, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum - og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur - en vildu ekki vita. Margir vöruðu við - en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði “fokk jú” við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð - þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi - langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmálastefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinnar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmálastefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnismans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafnið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum - vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagnrýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og velmenntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandanum að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir einhverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Umræðan Bankahrunið Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir sökudólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstaklingum. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land-Cruser jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlöndum, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum - og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur - en vildu ekki vita. Margir vöruðu við - en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði “fokk jú” við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð - þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi - langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmálastefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinnar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmálastefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnismans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafnið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum - vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagnrýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og velmenntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandanum að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir einhverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar