Ómaklega að embættismönnum vegið Björn Bjarnason skrifar 28. september 2008 06:00 Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann. Jóhann var eini sýslumaðurinn undir forræði utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytis og fór auk lögreglumála með stjórn tollamála og flugverndarmála í umboði utanríkisráðherra. Nánustu yfirmenn Jóhanns voru stjórnarerindrekar eða diplómatar, sem gegndu að jafnaði störfum hér á landi í nokkur ár, enda skylt að hlíta fyrirmælum um flutning milli landa. Breytt starfsumhverfiMeð flutningnum til dóms- og kirkjumálaráðuneytis breyttist allt starfsumhverfi Jóhanns. Hann féll inn í stjórnkerfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur skýru lögbundnu hlutverki að gegna sem milliliður með sérþekkingu milli ráðuneytis og einstakra lögregluembætta. Innan dóms- og kirkjumálaráðuneytis er mikil reynsla af lögreglustjórn, eftirliti með fjárhag og rekstri lögregluembætta auk alls þess, sem þarf að hafa í heiðri við löggæslu og framkvæmd hennar. Nú þegar Jóhann hefur beðist lausnar og veitir viðtöl af því tilefni, beinist gagnrýni hans að mér persónulega, ríkislögreglustjóra og nú síðast dómsmálaráðuneyti og jafnvel nafngreindum embættismönnum innan þess. Um persónuleg samskipti okkar Jóhanns ítreka ég, að í ráðherratíð minni hef ég lagt mig fram um að auðvelda honum vistaskiptin, meðal annars á löngum einkafundi á heimili mínu, skömmu eftir að ég kom af sjúkrahúsi vorið 2007. Jóhann má túlka þessi samskipti okkar á þann veg, sem honum þykir nú hæfa og sagt þau til marks um hroka eða að vera gamaldags. Ég mótmæli því hins vegar eindregið og afdráttarlaust, að vegið sé að starfsheiðri einstakra embættismanna, embætti ríkislögreglustjóra eða dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hæfni þeirra, sem fara með yfirstjórn lögreglumála, á þann veg, sem Jóhann kýs að gera. Þessi embætti eða embættismenn eiga það alls ekki skilið og til þeirra ber ég fullt traust. Undir forræði ríkislögreglustjóraHaustið 2007 voru birtar niðurstöður í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Rúmlega átta forstöðumenn af hverjum tíu hjá sýslumannsembættum, löggæslu og fangelsum telja að dóms- og kirkjumálaráðuneytið svari erindum fljótt og vel. Ráðuneytið skorar þar með hæst allra ráðuneyta í þessum flokki í könnuninni. Af orðum fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum dreg ég þá ályktun, að hann hafi aldrei sætt sig við að hverfa frá því að vera eini lögreglustjórinn á forræði utanríkisráðuneytis og þurfa að sætta sig við reglur, fjármála- og starfsaga á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, þar sem hann varð einn 15 lögreglustjóra frá 1. janúar 2007 og ótvírætt undir lögbundnu forræði ríkislögreglustjóra. Þegar ég ákveð að auglýsa embætti lögreglustjórans og vísa, þegar eftir skýringum var leitað hjá mér, til þeirra breytinga, sem orðið hafa á embættinu og meðal annars á launakjörum embættismannsins, eftir að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt vorið 2008, tekur Jóhann þann kost að segja embættinu lausu frá 1. október 2008. Að hann skuli gera það með því að hreyta ónotum í samstarfsmenn sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er með öllu ómaklegt. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar