Singh sigraði í Singapore 16. nóvember 2008 14:35 Jeev Milka Singh NordicPhotos/GettyImages Indverjinn Jeev Milka Singh sló við þeim Padraig Harrington og Ernie Els þegar hann lék lokahringinn á opna Singaporemótinu á 69 höggum og tryggði sér sigur. Singh var höggi á undan þeim Harrington og Els og lauk keppni á 277 höggum eða sjö undir pari á Sentosa vellinum. Harrington fékk skolla á 16. braut sem gerði honum erfitt fyrir og bæði hann og Els klikkuðu á púttum á síðustu holunni til að tryggja sér bráðabana. Harrington lék lokahringinn á 70 höggum og Els á 71, en Þeir Rory McIlroy og David Gleeson frá Ástralíu deildu fjórða sætinu eftir að hafa leikið á 69 höggum á lokahringnum. Singh er 36 ára gamall og hefur einnig fagnað sigrum í Evrópu og í Japan á árinu. Hann fékk fimm milljónir dollara í verðlaunafé fyrir sigurinn. Phil Michelson lauk keppni á tveimur höggum yfir pari á mótinu og gekk ekki vel. Hann reiddist mjög á 18. brautinni í gær þegar áhorfandi tók mynd af honum um leið og hann sló annað höggið sitt með þeim afleiðingum að hann sló boltann í vatn. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Indverjinn Jeev Milka Singh sló við þeim Padraig Harrington og Ernie Els þegar hann lék lokahringinn á opna Singaporemótinu á 69 höggum og tryggði sér sigur. Singh var höggi á undan þeim Harrington og Els og lauk keppni á 277 höggum eða sjö undir pari á Sentosa vellinum. Harrington fékk skolla á 16. braut sem gerði honum erfitt fyrir og bæði hann og Els klikkuðu á púttum á síðustu holunni til að tryggja sér bráðabana. Harrington lék lokahringinn á 70 höggum og Els á 71, en Þeir Rory McIlroy og David Gleeson frá Ástralíu deildu fjórða sætinu eftir að hafa leikið á 69 höggum á lokahringnum. Singh er 36 ára gamall og hefur einnig fagnað sigrum í Evrópu og í Japan á árinu. Hann fékk fimm milljónir dollara í verðlaunafé fyrir sigurinn. Phil Michelson lauk keppni á tveimur höggum yfir pari á mótinu og gekk ekki vel. Hann reiddist mjög á 18. brautinni í gær þegar áhorfandi tók mynd af honum um leið og hann sló annað höggið sitt með þeim afleiðingum að hann sló boltann í vatn.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira