Gaffall Björn Ingi Hrafnsson skrifar 5. desember 2008 12:53 Boðið var upp á nýja sýningu í leikhúsi fáránleikans í gær þegar formaður bankastjórnar Seðlabankans lék nýjum leik í pólitískri refskák bankastjórnarinnar gegn ríkisstjórninni með aðstoð gamalkunnugs Íslandsvinar á dönsku fréttablaði. Tímasetningin var að vanda óaðfinnanleg, að þessu sinni í sömu viku og íslenska krónan var að nýju sett á flot með öllum tiltækum hjálparbúnaði og í sama mund og formaðurinn átti vonum seinna að koma fyrir fund í viðskiptanefnd Alþingis til að segja frá vitneskju sem hann segist hafa um orsakir þess að bresk stjórnvöld gripu til þess ráðs að beita Ísland ákvæðum hryðjuverkalaga með alkunnum afleiðingum.Hafi refskák bankastjórnar Seðlabankans hingað til hverfst um varðstöðu með íslensku krónunni, andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, gegn neyðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og áformum um að fyrirhuguð sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlits breyti stöðu hennar sjálfrar, er kannski ekki úr vegi að varpa þeirri kenningu fram, að formaður bankastjórnarinnar hafi með viðtalinu við Fyens Stiftstidende sett fram beinskeyttan gaffal á mótherjann í skákinni og telji sig þannig áfram hafa yfirburðastöðu, hvernig sem úr framhaldinu spilast á hinu pólitíska skákborði.Með því að sett hefur verið fram hrein og klár hótun um endurkomu á vettvang stjórnmálanna, láti ríkisstjórnin verða af áformum sínum um endurnýjun og hrókeringar í bankastjórn Seðlabankans, hefur bankastjórnin auðvitað endanlega staðfest þá skoðun sína að hún telji landsmálin og vettvang stjórnmálanna innan síns starfssviðs. Þetta á ekki síst við um spurninguna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Ef flokkur minn kemst að þeirri niðurstöðu, að sækja eigi um aðild þá mun ég ekki leggjast gegn því," segir formaður bankastjórnarinnar um þetta atriði. Mikilvægt er að fá þetta á hreint því eflaust hefðu einhverjir staðið ella í þeirri villutrú að pólitísk afskipti af slíku tagi ættu ekkert erindi á borð bankastjórnarinnar. Svo er raunar að sjá, að þessi skoðun sé alls ekki einvörðungu við lýði innan veggja á Kalkofnsvegi, því menntamálaráðherra lét þess sérstaklega getið í gær að hún væri þess fullviss að formaður bankastjórnarinnar muni á endanum velja þá leið sem sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var líka tímamótayfirlýsing, því hingað til hafði sá misskilningur verið uppi að víðtækari sjónarmið og þvert á flokkspólitíska hagsmuni ættu þar að vera í heiðri höfð við töku lykilákvarðana.Með útspilum sínum liðna daga hefur bankastjórnin enn á ný sýnt fram á það dagskrárvald sem hún hefur. Eflaust hefði einhver talið að eftir slík ummæli yrði annaðhvort að víkja, ríkisstjórnin eða bankastjórnin, en það er auðvitað öðru nær. Sýningin verður þvert á móti að halda áfram. Áhorfendur bíða í ofvæni. Bankaleyndin sem á dögunum átti ekki við, á hins vegar einmitt við nú þegar forvitnir alþingismenn inna formann bankastjórnarinnar eftir þeim upplýsingum sem hann kveðst búa yfir. Sjálfur hafði hann enda tilkynnt, að þær upplýsingar myndu allar koma fram í fyllingu tímans og að þeirri stund er augljóslega ekki komið. Bankastjórnin kann einmitt nú þegar að hafa ákveðið stað og stund fyrir þann þátt skákarinnar og má vera að enn minna verði þá skeytt um varnir og varkárni, en þeim mun frekar sótt fram af djörfung og áræðni þess, sem segist ekkert hafa að óttast og telur sig vera í hlutverki hins eina sanna sigurvegara hvernig sem endataflið þróast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun
Boðið var upp á nýja sýningu í leikhúsi fáránleikans í gær þegar formaður bankastjórnar Seðlabankans lék nýjum leik í pólitískri refskák bankastjórnarinnar gegn ríkisstjórninni með aðstoð gamalkunnugs Íslandsvinar á dönsku fréttablaði. Tímasetningin var að vanda óaðfinnanleg, að þessu sinni í sömu viku og íslenska krónan var að nýju sett á flot með öllum tiltækum hjálparbúnaði og í sama mund og formaðurinn átti vonum seinna að koma fyrir fund í viðskiptanefnd Alþingis til að segja frá vitneskju sem hann segist hafa um orsakir þess að bresk stjórnvöld gripu til þess ráðs að beita Ísland ákvæðum hryðjuverkalaga með alkunnum afleiðingum.Hafi refskák bankastjórnar Seðlabankans hingað til hverfst um varðstöðu með íslensku krónunni, andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, gegn neyðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og áformum um að fyrirhuguð sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlits breyti stöðu hennar sjálfrar, er kannski ekki úr vegi að varpa þeirri kenningu fram, að formaður bankastjórnarinnar hafi með viðtalinu við Fyens Stiftstidende sett fram beinskeyttan gaffal á mótherjann í skákinni og telji sig þannig áfram hafa yfirburðastöðu, hvernig sem úr framhaldinu spilast á hinu pólitíska skákborði.Með því að sett hefur verið fram hrein og klár hótun um endurkomu á vettvang stjórnmálanna, láti ríkisstjórnin verða af áformum sínum um endurnýjun og hrókeringar í bankastjórn Seðlabankans, hefur bankastjórnin auðvitað endanlega staðfest þá skoðun sína að hún telji landsmálin og vettvang stjórnmálanna innan síns starfssviðs. Þetta á ekki síst við um spurninguna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Ef flokkur minn kemst að þeirri niðurstöðu, að sækja eigi um aðild þá mun ég ekki leggjast gegn því," segir formaður bankastjórnarinnar um þetta atriði. Mikilvægt er að fá þetta á hreint því eflaust hefðu einhverjir staðið ella í þeirri villutrú að pólitísk afskipti af slíku tagi ættu ekkert erindi á borð bankastjórnarinnar. Svo er raunar að sjá, að þessi skoðun sé alls ekki einvörðungu við lýði innan veggja á Kalkofnsvegi, því menntamálaráðherra lét þess sérstaklega getið í gær að hún væri þess fullviss að formaður bankastjórnarinnar muni á endanum velja þá leið sem sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var líka tímamótayfirlýsing, því hingað til hafði sá misskilningur verið uppi að víðtækari sjónarmið og þvert á flokkspólitíska hagsmuni ættu þar að vera í heiðri höfð við töku lykilákvarðana.Með útspilum sínum liðna daga hefur bankastjórnin enn á ný sýnt fram á það dagskrárvald sem hún hefur. Eflaust hefði einhver talið að eftir slík ummæli yrði annaðhvort að víkja, ríkisstjórnin eða bankastjórnin, en það er auðvitað öðru nær. Sýningin verður þvert á móti að halda áfram. Áhorfendur bíða í ofvæni. Bankaleyndin sem á dögunum átti ekki við, á hins vegar einmitt við nú þegar forvitnir alþingismenn inna formann bankastjórnarinnar eftir þeim upplýsingum sem hann kveðst búa yfir. Sjálfur hafði hann enda tilkynnt, að þær upplýsingar myndu allar koma fram í fyllingu tímans og að þeirri stund er augljóslega ekki komið. Bankastjórnin kann einmitt nú þegar að hafa ákveðið stað og stund fyrir þann þátt skákarinnar og má vera að enn minna verði þá skeytt um varnir og varkárni, en þeim mun frekar sótt fram af djörfung og áræðni þess, sem segist ekkert hafa að óttast og telur sig vera í hlutverki hins eina sanna sigurvegara hvernig sem endataflið þróast.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun