Spilað með hjartastrengina Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 24. september 2008 06:00 Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum. Árum síðar hefur ástandið síst batnað því með hverri barneign verð ég æ væmnari. Lítill fótur í litlum skó, einlægar vangaveltur sjö ára og yngri eða sniðugt tilsvar kotroskinnar hnátu dugar núorðið til að koma út á mér tárunum. Aukinheldur grenja ég auðvitað yfir fallegri laglínu og hjartnæmum bíómyndum en það er reyndar líka tilvalið til að fá útrás svona almennt og yfirhöfuð; ódýrara en sálfræðingur og rýrir orðsporið minna en margt annað. Svona tilfinningasemi er ekki sjaldgæf. Þvert á móti er hún svo útbreidd - ég leyfi mér að segja einkum meðal kvenna, sem í gegnum tíðina hafa haft meira svigrúm en karlar til að klökkna yfir smotteríi - að hún er eitt það fyrsta sem auglýsendum dettur í hug að hagnýta. Því eru lítil, sæt og saklaus börn unnvörpum notuð til að auglýsa banka og bensínstöðvar, ferðaskrifstofur og flugfélög, tryggingafélög og byggingavöruverslanir. Hvort sem bein tengsl eru milli vöru og barna eða ekki. Í nýrri auglýsingu frá einum olíurisanum er spilað svo hrottalega á tilfinningastöðvarnar að ég táraðist enn við tíunda áhorf. Ó, litla krúttlega parið sem hjálpast að í gegnum súrt og sætt, paufast í lopapeysu og gúmmístígvélum landshorna á milli á kassabílnum sem þau smíðuðu saman. Koma við á bensínstöðinni og fá sér eina með öllu, búin að missa fyrstu tönnina. Leggja á sig mikið erfiði til að ná markmiðinu: Að byggja yfir dálítinn læk dulitla brú úr rekaviði, mjólkurbrúsum og límbandi. Á meðan skynsami parturinn af mér tuldrar eitthvað óskiljanlegt um úlfa í sauðargæru gleymir sér meirihlutinn, hinn parturinn, yfir sykurhúðaðri glansmynd af stórfyrirtæki sem áratugum saman hefur mjólkað auð úr íslenskum almenningi. Rétt á meðan auglýsingin rennur tengi ég í smástund allar blíðar tilfinningar við olíufélag. Svo er hún búin og heyrnin skerpist fljótlega, orðaskil um barnamisnotkun verða greinilegri. Það er eitthvað bogið við þetta alltsaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun
Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum. Árum síðar hefur ástandið síst batnað því með hverri barneign verð ég æ væmnari. Lítill fótur í litlum skó, einlægar vangaveltur sjö ára og yngri eða sniðugt tilsvar kotroskinnar hnátu dugar núorðið til að koma út á mér tárunum. Aukinheldur grenja ég auðvitað yfir fallegri laglínu og hjartnæmum bíómyndum en það er reyndar líka tilvalið til að fá útrás svona almennt og yfirhöfuð; ódýrara en sálfræðingur og rýrir orðsporið minna en margt annað. Svona tilfinningasemi er ekki sjaldgæf. Þvert á móti er hún svo útbreidd - ég leyfi mér að segja einkum meðal kvenna, sem í gegnum tíðina hafa haft meira svigrúm en karlar til að klökkna yfir smotteríi - að hún er eitt það fyrsta sem auglýsendum dettur í hug að hagnýta. Því eru lítil, sæt og saklaus börn unnvörpum notuð til að auglýsa banka og bensínstöðvar, ferðaskrifstofur og flugfélög, tryggingafélög og byggingavöruverslanir. Hvort sem bein tengsl eru milli vöru og barna eða ekki. Í nýrri auglýsingu frá einum olíurisanum er spilað svo hrottalega á tilfinningastöðvarnar að ég táraðist enn við tíunda áhorf. Ó, litla krúttlega parið sem hjálpast að í gegnum súrt og sætt, paufast í lopapeysu og gúmmístígvélum landshorna á milli á kassabílnum sem þau smíðuðu saman. Koma við á bensínstöðinni og fá sér eina með öllu, búin að missa fyrstu tönnina. Leggja á sig mikið erfiði til að ná markmiðinu: Að byggja yfir dálítinn læk dulitla brú úr rekaviði, mjólkurbrúsum og límbandi. Á meðan skynsami parturinn af mér tuldrar eitthvað óskiljanlegt um úlfa í sauðargæru gleymir sér meirihlutinn, hinn parturinn, yfir sykurhúðaðri glansmynd af stórfyrirtæki sem áratugum saman hefur mjólkað auð úr íslenskum almenningi. Rétt á meðan auglýsingin rennur tengi ég í smástund allar blíðar tilfinningar við olíufélag. Svo er hún búin og heyrnin skerpist fljótlega, orðaskil um barnamisnotkun verða greinilegri. Það er eitthvað bogið við þetta alltsaman.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun