Kosið til þings í Austurríki og Hvíta-Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:10 Hinn umdeildi Jörg Haider, leiðtogi Bandalags um framtíð Austurríkis, greiddi atkvæði á kjörstað í Klagenfurt í morgun. MYND/AP Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira