Af bláum kjólum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. maí 2008 06:00 Þegar að Bill Clinton, sá ágæti maður, varð uppvís að ástarleikjum við unga konu í fallegum bláum kjól þurfti hann í kjölfarið ekki bara að glíma við reiði eiginkonunnar. Í bandarískum stjórnmálum þótti það eðlileg krafa að þessi persónulegu afglöp hans yrðu rannsökuð af opinberum embættismönnum. Fenginn var sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, sem vann að málinu af fullum þunga og lét meðal annars rannsaka bláa kjólinn. Þar fann hann svo ummerki þess að forsetinn var ekki náttúrulaus maður. Og þá varð voðinn vís. Umræða í Evrópu var auðvitað á þá leið að þessi heimskulegu mistök forsetans ættu að hafa áhrif á stöðu hans gagnvart eiginkonunni, en ekki öðrum. Nema kannski í Frakklandi þar sem að kjósendur sýna ástarlífi forsetans svo ofsalegan skilning, að menn gera engar athugasemdir fyrr en hugsanlega þegar að kvennastandið gerir forsetann óvígan í starfi, eins og nú er reyndin. Þar í landi hefur forsetinn jafnan átt eiginkonu, þá opinbera hjákonu, og svo þessa sem allir vita af, en enginn talar um. Nú er merkileg staða aftur komin upp í bandarísku stjórnmálum. Forsetaframbjóðandinn Barack Obama er í vandræðum vegna ummæla um hryðjuverk og ástæður 11. september. Þó hefur hann sjálfur ekki sagt neitt til að unnt sé að draga hollustu hans sjálfs eða ást á fósturjörð í efa. Það hefur hins vegar presturinn hans gert. Í baráttunni milli Hillary og Obama virðist það ekki nóg að frambjóðendur fari um gjörvalla heimsbyggðina, sem heimamenn telja Bandaríkin vera, til að kynna skoðanir sínar. Ætlast er til að frambjóðendurnir svari líka fyrir skoðanir annarra, í þessu tilviki prestsins sem gaf Obama hjónin saman. Dásamleg sem bandarísk stjórnmál eru þá telja margir álitsgjafar nú að ummæli prestsins hafi ekki verið tilviljun, heldur mögulega sett fram til að sverta frambjóðandann eða einmitt til að gefa Obama tækifæri til þess að afneita prestinum opinberlega, og þar má kannski greina biblíulegt stef stjórnmálanna. Atburðarrásin minnir aðeins á Lewinskyhneykslið þar sem að ein samsæriskenningin var sú að unga konan hefði táldregið forsetann til þess að svipta hann pólitísku þreki og frysti bláa kjólinn sem fangaði forsetann með svo eftirminnilegum hætti. Í báðum tilvikum blasir nú samt við að um að ræða mál sem í besta falli eru vandræðaleg en koma starfi forsetans blessunarlega ekki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Þegar að Bill Clinton, sá ágæti maður, varð uppvís að ástarleikjum við unga konu í fallegum bláum kjól þurfti hann í kjölfarið ekki bara að glíma við reiði eiginkonunnar. Í bandarískum stjórnmálum þótti það eðlileg krafa að þessi persónulegu afglöp hans yrðu rannsökuð af opinberum embættismönnum. Fenginn var sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, sem vann að málinu af fullum þunga og lét meðal annars rannsaka bláa kjólinn. Þar fann hann svo ummerki þess að forsetinn var ekki náttúrulaus maður. Og þá varð voðinn vís. Umræða í Evrópu var auðvitað á þá leið að þessi heimskulegu mistök forsetans ættu að hafa áhrif á stöðu hans gagnvart eiginkonunni, en ekki öðrum. Nema kannski í Frakklandi þar sem að kjósendur sýna ástarlífi forsetans svo ofsalegan skilning, að menn gera engar athugasemdir fyrr en hugsanlega þegar að kvennastandið gerir forsetann óvígan í starfi, eins og nú er reyndin. Þar í landi hefur forsetinn jafnan átt eiginkonu, þá opinbera hjákonu, og svo þessa sem allir vita af, en enginn talar um. Nú er merkileg staða aftur komin upp í bandarísku stjórnmálum. Forsetaframbjóðandinn Barack Obama er í vandræðum vegna ummæla um hryðjuverk og ástæður 11. september. Þó hefur hann sjálfur ekki sagt neitt til að unnt sé að draga hollustu hans sjálfs eða ást á fósturjörð í efa. Það hefur hins vegar presturinn hans gert. Í baráttunni milli Hillary og Obama virðist það ekki nóg að frambjóðendur fari um gjörvalla heimsbyggðina, sem heimamenn telja Bandaríkin vera, til að kynna skoðanir sínar. Ætlast er til að frambjóðendurnir svari líka fyrir skoðanir annarra, í þessu tilviki prestsins sem gaf Obama hjónin saman. Dásamleg sem bandarísk stjórnmál eru þá telja margir álitsgjafar nú að ummæli prestsins hafi ekki verið tilviljun, heldur mögulega sett fram til að sverta frambjóðandann eða einmitt til að gefa Obama tækifæri til þess að afneita prestinum opinberlega, og þar má kannski greina biblíulegt stef stjórnmálanna. Atburðarrásin minnir aðeins á Lewinskyhneykslið þar sem að ein samsæriskenningin var sú að unga konan hefði táldregið forsetann til þess að svipta hann pólitísku þreki og frysti bláa kjólinn sem fangaði forsetann með svo eftirminnilegum hætti. Í báðum tilvikum blasir nú samt við að um að ræða mál sem í besta falli eru vandræðaleg en koma starfi forsetans blessunarlega ekki við.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun