Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér 22. nóvember 2008 18:52 Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. ,,Hvað gengur Morgunblaðinu til? Hverra erinda gengur blaðið? Af hverju hafa órökstuddar ávirðingar í nýlegum greinaskrifum einstaklinga ratað í þrígang á forsíðu blaðsins? Af hverju er Agnes Bragadóttir með mig og tengd félög á heilanum, en fjallar lítið sem ekkert um aðra banka eða eigendur blaðsins? Af hverju eyðir seðlabankastjóri stórum hluta ræðu sinnar hjá Viðskiptaráði í ósannindi um að ég stjórni öllum fjölmiðlum í landinu og að ég skuldi þúsund milljarða?" spyr Jón Ásgeir í yfirlýsingu sinni. Jón Ásgeir segir sjálfsagt og eðlilegt fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið eins og önnur svið samfélagsins en sú gagnrýni verði að byggjast á staðreyndum og rökum ekki endurteknum dylgjum og slúðri. Yfirlýsing Jón Ásgeirs í heild sinni:Yfirlýsing Jón Ásgeirs í heild sinni:Ég var stjórnarformaður FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, á þeim tíma er um ræðir og vil gera nokkrar athugasemdir við þennan ósvífna fréttaflutning.Í yfirliti um stærstu skuldara Glitnis dags. 31. janúar 2008 kemur fram að lán til FL Group, stærsta hluthafa bankans, námu 26,6 milljörðum króna. Þótt hér hafi greinilega einhver brotið bankaleynd þykir mér í sjálfu sér ágætt að þetta komi fram, því þetta sýnir svart á hvítu að dylgjur um að FL Group hafi blóðmjólkað Glitni eru ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1.975 milljarðar. Lán til FL Group, sem þá var annað af tveimur stærstu fjárfestingafélögum landsins, voru því einungis 1,35% af heildarútlánum bankans. Á yfirlitinu sé ég að lán Glitnis til Exista námu á sama tíma 22,8 milljörðum króna sem var 1,15% af heildarútlánum Glitnis.Í greininni er ennfremur vikið að þremur lánveitingum Glitnis til FL Group í nóvember og desember 2007. Agnes heldur því fram að þessar lánveitingar hafi verið óeðlilegar og að FL Group hafi verið komið í þrot á þessum tíma. Þetta eru einfaldlega órökstuddar og rangar fullyrðingar. Ég hef látið skoða þessar lánveitingar. Í ljós kemur að um var að ræða endurfjármögnun að mestu leyti. Nóvemberlánin tvö voru veitt gegn tryggu veði í eignarhlutum í Geysi Green Energy og Refresco.Desemberlánið upp á 15,9 milljarða var veitt gegn veðum í eignarhlutum í Landic Property og fleiri fasteignafélögum. Andvirði lánsins var notað til að greiða niður önnur lán FL Group og greiddi FL Group lán sín hjá Glitni að auki niður um 7 milljarða á þessum tíma. Ég kom hvergi nærri þessum lánamálum og það var nákvæmlega ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna. Þau eru í fullu samræmi við lánafyrirgreiðslu Glitnis við aðra viðskiptamenn og í fullu samræmi við fyrigreiðslu til FL Group hjá öðrum lánastofnunum, innlendum og erlendum.Morgunblaðið er væntanlega að reyna að planta þeirri hugmynd að stærstu eigendur Glitnis, félög tengd mér, hafi gengið um sjóði Glitnis eins og þeir ættu þá. Það vill þannig til að í opinberum árshlutareikningum viðskiptabankanna þriggja koma fram upplýsingar um hlutfall lána bankanna til þeirra sem teljast tengdir aðilar, svo sem stjórnenda, stórra hluthafa og stjórnarmanna og félaga á þeirra vegum. Hér til hliðar má sjá tölur um þetta frá 30. júní 2008. Hlutfall lána bankanna þriggja til tengdra aðila nam þá á bilinu 2,5-3,5% af heildarútlánum bankanna.Agnes margendurtekur í grein sinni að FL Group hafi verið komið í þrot í nóvember og desember 2007, sem sýnir enn hve illa hún er að sér, eða þá hvað hún treystir sér til að fara frjálslega með staðreyndir í áróðursstríði sínu. Í ársreikningi FL Group kemur fram að eigið fé félagsins var 155,8 milljarðar króna í árslok 2007 og þar af var laust fé 28,6 milljarðar. Við birtingu ársreikningsins stóðu einungis 8,5 milljarðar eftir af lánum með gjalddaga á árinu 2008. Það er svo önnur saga hvernig fór fyrir FL Group á haustmánuðum 2008 sem ég fer ekki út í hér.Agnes hrærir svo saman mörgum félögum og leggur saman skuldir þeirra við Glitni. Það er mestmegnis á sandi byggt, t.d. kem ég eða FL Group hvergi nálægt félögum á borð við Gnúp, Fons, Stím eða Kötlu Seafood. Að auki segir Agnes mig hafa stofnað til Stíms ehf., sem er tóm þvæla. En ég kannast við Baug og Landic Property.Baugur, sem er í meirihlutaeigu minni, skuldaði skv. yfirlitinu Glitni 14,5 milljarða króna. Landic Property, sem er að hluta til í eigu félaga sem tengjast mér, skuldaði Glitni 12,7 milljarða króna lán á þessum tíma. Í báðum tilfellum var um fjármögnun fjárfestingaverkefna að ræða, gegn veði í viðkomandi eignum. Skv. yfirlitinu nam samanlögð fyrirgreiðsla Glitnis við FL Group, Baug og Landic Property þann 31. janúar 2008 því 53,8 milljörðum króna. Þrjú af tíu stærstu fyrirtækjum landsins voru sem sagt samtals með 2,7% af heildarútlánum þriðja stærsta banka landsins? Hvað er óeðlilegt við það? Ég get líka staðfest að þessi félög, FL Group, Baugur og Landic Property, voru öll í skilum með öll sín lán, innanlands sem utan, í lok september sl. þegar Seðlabankinn rústaði Glitni og íslensku efnhagslífi í leiðinni. Það stendur ekki steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Það er líklega vegna þess að hún hefur ákveðið fyrirfram, eins og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist mér og mínum félögum sé tóm spilling og svikamylla. Hugsanlega veit Agnes betur en tilgangurinn helgar meðalið. Ég get skilið að venjulegt fólk, sem hefur því miður orðið fyrir barðinu á hruni íslensks efnahagslífs, sé reitt og leiti skýringa, jafnvel sökudólga.Það ríkir mikil tortryggni og andúð í garð bankanna, fjárfestingafélaganna og ekki síst þeirra einstaklinga í viðskiptalífinu sem mest hefur borið á. Ég mun standa skil á því sem að mér snýr og vík mér ekki undan þeirri ábyrgð sem ég ber. Ég veit að ég hef ekki aðhafst neitt ólöglegt og neita því að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð, í trausti þess að fólk geri ekki kröfur um að svikabrigslin séu rökstudd.Hvað gengur Morgunblaðinu til? Hverra erinda gengur blaðið? Af hverju hafa órökstuddar ávirðingar í nýlegum greinaskrifum einstaklinga ratað í þrígang á forsíðu blaðsins? Af hverju er Agnes Bragadóttir með mig og tengd félög á heilanum, en fjallar lítið sem ekkert um aðra banka eða eigendur blaðsins? Af hverju eyðir seðlabankastjóri stórum hluta ræðu sinnar hjá Viðskiptaráði í ósannindi um að ég stjórni öllum fjölmiðlum í landinu og að ég skuldi þúsund milljarða?Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið eins og önnur svið samfélagsins, en sú gagnrýni verður að byggjast á staðreyndum og rökum, ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri.Jón Ásgeir Jóhannesson. Stím málið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. ,,Hvað gengur Morgunblaðinu til? Hverra erinda gengur blaðið? Af hverju hafa órökstuddar ávirðingar í nýlegum greinaskrifum einstaklinga ratað í þrígang á forsíðu blaðsins? Af hverju er Agnes Bragadóttir með mig og tengd félög á heilanum, en fjallar lítið sem ekkert um aðra banka eða eigendur blaðsins? Af hverju eyðir seðlabankastjóri stórum hluta ræðu sinnar hjá Viðskiptaráði í ósannindi um að ég stjórni öllum fjölmiðlum í landinu og að ég skuldi þúsund milljarða?" spyr Jón Ásgeir í yfirlýsingu sinni. Jón Ásgeir segir sjálfsagt og eðlilegt fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið eins og önnur svið samfélagsins en sú gagnrýni verði að byggjast á staðreyndum og rökum ekki endurteknum dylgjum og slúðri. Yfirlýsing Jón Ásgeirs í heild sinni:Yfirlýsing Jón Ásgeirs í heild sinni:Ég var stjórnarformaður FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, á þeim tíma er um ræðir og vil gera nokkrar athugasemdir við þennan ósvífna fréttaflutning.Í yfirliti um stærstu skuldara Glitnis dags. 31. janúar 2008 kemur fram að lán til FL Group, stærsta hluthafa bankans, námu 26,6 milljörðum króna. Þótt hér hafi greinilega einhver brotið bankaleynd þykir mér í sjálfu sér ágætt að þetta komi fram, því þetta sýnir svart á hvítu að dylgjur um að FL Group hafi blóðmjólkað Glitni eru ekki á rökum reistar. Heildarútlán Glitnis til viðskiptamanna um síðustu áramót voru 1.975 milljarðar. Lán til FL Group, sem þá var annað af tveimur stærstu fjárfestingafélögum landsins, voru því einungis 1,35% af heildarútlánum bankans. Á yfirlitinu sé ég að lán Glitnis til Exista námu á sama tíma 22,8 milljörðum króna sem var 1,15% af heildarútlánum Glitnis.Í greininni er ennfremur vikið að þremur lánveitingum Glitnis til FL Group í nóvember og desember 2007. Agnes heldur því fram að þessar lánveitingar hafi verið óeðlilegar og að FL Group hafi verið komið í þrot á þessum tíma. Þetta eru einfaldlega órökstuddar og rangar fullyrðingar. Ég hef látið skoða þessar lánveitingar. Í ljós kemur að um var að ræða endurfjármögnun að mestu leyti. Nóvemberlánin tvö voru veitt gegn tryggu veði í eignarhlutum í Geysi Green Energy og Refresco.Desemberlánið upp á 15,9 milljarða var veitt gegn veðum í eignarhlutum í Landic Property og fleiri fasteignafélögum. Andvirði lánsins var notað til að greiða niður önnur lán FL Group og greiddi FL Group lán sín hjá Glitni að auki niður um 7 milljarða á þessum tíma. Ég kom hvergi nærri þessum lánamálum og það var nákvæmlega ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna. Þau eru í fullu samræmi við lánafyrirgreiðslu Glitnis við aðra viðskiptamenn og í fullu samræmi við fyrigreiðslu til FL Group hjá öðrum lánastofnunum, innlendum og erlendum.Morgunblaðið er væntanlega að reyna að planta þeirri hugmynd að stærstu eigendur Glitnis, félög tengd mér, hafi gengið um sjóði Glitnis eins og þeir ættu þá. Það vill þannig til að í opinberum árshlutareikningum viðskiptabankanna þriggja koma fram upplýsingar um hlutfall lána bankanna til þeirra sem teljast tengdir aðilar, svo sem stjórnenda, stórra hluthafa og stjórnarmanna og félaga á þeirra vegum. Hér til hliðar má sjá tölur um þetta frá 30. júní 2008. Hlutfall lána bankanna þriggja til tengdra aðila nam þá á bilinu 2,5-3,5% af heildarútlánum bankanna.Agnes margendurtekur í grein sinni að FL Group hafi verið komið í þrot í nóvember og desember 2007, sem sýnir enn hve illa hún er að sér, eða þá hvað hún treystir sér til að fara frjálslega með staðreyndir í áróðursstríði sínu. Í ársreikningi FL Group kemur fram að eigið fé félagsins var 155,8 milljarðar króna í árslok 2007 og þar af var laust fé 28,6 milljarðar. Við birtingu ársreikningsins stóðu einungis 8,5 milljarðar eftir af lánum með gjalddaga á árinu 2008. Það er svo önnur saga hvernig fór fyrir FL Group á haustmánuðum 2008 sem ég fer ekki út í hér.Agnes hrærir svo saman mörgum félögum og leggur saman skuldir þeirra við Glitni. Það er mestmegnis á sandi byggt, t.d. kem ég eða FL Group hvergi nálægt félögum á borð við Gnúp, Fons, Stím eða Kötlu Seafood. Að auki segir Agnes mig hafa stofnað til Stíms ehf., sem er tóm þvæla. En ég kannast við Baug og Landic Property.Baugur, sem er í meirihlutaeigu minni, skuldaði skv. yfirlitinu Glitni 14,5 milljarða króna. Landic Property, sem er að hluta til í eigu félaga sem tengjast mér, skuldaði Glitni 12,7 milljarða króna lán á þessum tíma. Í báðum tilfellum var um fjármögnun fjárfestingaverkefna að ræða, gegn veði í viðkomandi eignum. Skv. yfirlitinu nam samanlögð fyrirgreiðsla Glitnis við FL Group, Baug og Landic Property þann 31. janúar 2008 því 53,8 milljörðum króna. Þrjú af tíu stærstu fyrirtækjum landsins voru sem sagt samtals með 2,7% af heildarútlánum þriðja stærsta banka landsins? Hvað er óeðlilegt við það? Ég get líka staðfest að þessi félög, FL Group, Baugur og Landic Property, voru öll í skilum með öll sín lán, innanlands sem utan, í lok september sl. þegar Seðlabankinn rústaði Glitni og íslensku efnhagslífi í leiðinni. Það stendur ekki steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Það er líklega vegna þess að hún hefur ákveðið fyrirfram, eins og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist mér og mínum félögum sé tóm spilling og svikamylla. Hugsanlega veit Agnes betur en tilgangurinn helgar meðalið. Ég get skilið að venjulegt fólk, sem hefur því miður orðið fyrir barðinu á hruni íslensks efnahagslífs, sé reitt og leiti skýringa, jafnvel sökudólga.Það ríkir mikil tortryggni og andúð í garð bankanna, fjárfestingafélaganna og ekki síst þeirra einstaklinga í viðskiptalífinu sem mest hefur borið á. Ég mun standa skil á því sem að mér snýr og vík mér ekki undan þeirri ábyrgð sem ég ber. Ég veit að ég hef ekki aðhafst neitt ólöglegt og neita því að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð, í trausti þess að fólk geri ekki kröfur um að svikabrigslin séu rökstudd.Hvað gengur Morgunblaðinu til? Hverra erinda gengur blaðið? Af hverju hafa órökstuddar ávirðingar í nýlegum greinaskrifum einstaklinga ratað í þrígang á forsíðu blaðsins? Af hverju er Agnes Bragadóttir með mig og tengd félög á heilanum, en fjallar lítið sem ekkert um aðra banka eða eigendur blaðsins? Af hverju eyðir seðlabankastjóri stórum hluta ræðu sinnar hjá Viðskiptaráði í ósannindi um að ég stjórni öllum fjölmiðlum í landinu og að ég skuldi þúsund milljarða?Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið eins og önnur svið samfélagsins, en sú gagnrýni verður að byggjast á staðreyndum og rökum, ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri.Jón Ásgeir Jóhannesson.
Stím málið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira