Lífið

Jólakúlur, brjóstsykur og hekl á örnámskeiðum Heimilisiðnaðarfélagsins

Meðal annars verður hægt að læra að búa til gómsætan brjóstsykur.
Meðal annars verður hægt að læra að búa til gómsætan brjóstsykur.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir nokkrum „örnámskeiðum" á morgun, sem öl tengjast jólunum á einn eða annan hátt. Meðal þess sem hægt verður að læra er að þæfa jólajúlur, búa til brjóstsykur og hekla jólaseríur.

Námskeiðin fara fram í húsakynnum félagsins að Nethyl 2e á milli 12 og 16 á morgun, laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin er eftirfarandi:

Þæfðar jólakúlur og jólahjörtu

Nálaþæfing fyrir fullorðna og blautþæfing fyrir börnin.

Efniskostnaður kr. 1200-1500.

Kennslustund kr. 800 fyrir fullorðna / kr. 400 fyrir börn.

Heklaðar jólaseríur

Námskeið hefst kl. 13 og er til kl. 16.

Uppskrift og efni á staðnum.

Kr. 4400 með efni.

Brjóstsykursgerð

Nokkrar laganir verða gerðar milli kl. 12 -16.

Þátttakendur greiða fyrir efni samkvæmt notkun.

Kennslustund kr. 800 fyrir fullorðna / kr. 400 fyrir börn.

Fléttaðir jólapokar

Þátttakendur greiða fyrir kennslu og efni í 3 poka.

Kr. 500 fyrir fullorðna / kr. 400 fyrir börn (efni innifalið).

Jólastjarna

Þátttakendur greiða fyrir efniskostnað og kr. 500 fyrir fullorðna / kr. 400 fyrir börn.

Að auki mun Kamma Hansen sýna orkeringu á jólastjörnu.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin fyrirfram í síma 551 5500, eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Ekki er þó nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.