Mikilvægast að ná verðbólgunni niður 24. apríl 2008 00:01 Guðjón Rúnarsson Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir Íbúðalánasjóð. „Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
„Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh
Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira