Tónlist

Tíu ára plötugerð á enda

Kristinn Gunnar Blöndal Fyrsta sólóplata Kristins Gunnars, Happiness & Woe, kemur út í lok október.
fréttablaðið/auðunn
Kristinn Gunnar Blöndal Fyrsta sólóplata Kristins Gunnars, Happiness & Woe, kemur út í lok október. fréttablaðið/auðunn

Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe.

Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út.

„Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka."



Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi.

Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. [email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.